Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 35
35
F I S K I R A N N S Ó K N I R
við á austanverðu hrygningar-
svæðinu 613 skarkola með
slöngumerkjum og þar af 62
einnig með rafeindamerkjum (1.
mynd) sem skrá reglulega hitastig
og dýpi á þeim stað er kolinn
heldur sig. Merkt var stuttu fyrir
árlegt tveggja vikna veiðibann á
svæðinu. Í þessari grein fjöllum
við einungis um endurheimtur
slöngumerkja og tókum þann
kost að sameina merkingarnar
1997 og 1998, þar sem niðurstöð-
ur þeirra voru áþekkar. Markmið
merkinganna voru m.a. að afla
upplýsinga um hvert kolinn haldi
eftir hrygningu og hvort hann
komi aftur á sömu hrygningarslóð
næstu ár.
Endurheimtur
Fyrsta ár eftir merkingar veiddust
366 merktir skarkolar, eða 28%. Í
júlí árið 2000 höfðu 599 kolar
fengist aftur, heildarendurheimt-
ur því 46%. Flestir kolar veiddust
í dragnót (51%) og net (31%,
mest kolanet á Flákakanti) og af-
gangurinn í botnvörpu (18%). Á
2. mynd sést heildarútbreiðsla
endurheimtra merkja skipt eftir
veiðarfærum.
Göngur skarkola
sem merktir voru
á Flákakanti
Eftir að veiðar hófust í lok apríl,
veiddust kolar eingöngu í Breiða-
firði, mest nærri merkingarblett-
um á Flákakanti (3. mynd, fyrsta
ár). Er kom fram í maí fóru þeir að
fást norðar í Breiðafirði og einnig
norður í Nesdýpi á Vestfjarðamið-
um. Um miðjan maí lýkur skar-
kolinn í Breiðafirði hrygningu,
hann er þá mjög horaður og held-
ur strax til fæðuöflunar sem
stendur fram á haust. Heimtur
merkja frá júní til október benda
til að fæðuöflunarsvæði skarkol-
ans sem hrygnir í Breiðafirði séu
norðanverður Breiðafjörður og
Vestfjarðamið, allt norður á
Straumnesbanka. Kolinn virðist
hins vegar ekki halda suður fyrir
Breiðafjörð í fæðuleit. Reynsla
sjómanna sýnir að þegar vetra tek-
ur dýpkar skarkolinn á sér og það
kemur að nokkru fram í endur-
heimtum í nóvember til febrúar.
Á hrygningartíma í mars og
apríl, ári eftir merkingar, fengust
langflestir merktir kolar á Fláka-
kanti og segja má að þá sé hringn-
um lokað (3. mynd, annað ár).
Undantekningar eru þrír kolar á
Vestfjarðamiðum og tveir vestur
af Reykjanesi. Skarkoli sem fékkst
á Vestfjarðamiðum snemma í
mars hafði ekki hafið hrygningu,
annar veiddist í lok apríl og hafði
lokið hrygningu. Engar upplýs-
ingar fylgdu þriðja kolanum og
því er ekki hægt að fullyrða um
hvort vera kolanna á Vestfjarða-
miðum tengist hrygningu þar.
Skarkolarnir sem fengust við
Reykjanes eru á þekktu hrygning-
arsvæði skarkola og búast má við
að þeir hafi leitað þangað til
hrygningar. Að hrygningu lok-
inni hélt kolinn aftur norður fyrir
hrygningarsvæðin í ætisleit og
segja má að dreifing endurheimta
um sumarið sé endurtekning frá
árinu áður.
Þriðja árið í röð hrygndi skar-
kolinn á Flákakanti, með nokkr-
um undantekningum þó (3.
mynd, þriðja ár). Einn koli veidd-
ist á áðurnefndu hrygningarsvæði
við Reykjanes og tveir á hrygn-
ingarsvæði skarkola við Þrí-
dranga, vestan Vestmannaeyja.
Merkingar út af Ólafsvík
Þann 4. apríl 1997 merktum við
497 skarkola, langflesta ókyn-
þroska, með slöngumerkjum á
grunnslóð út af Ólafsvík (á Vík-
inni). Næsta ár, þann 3. septem-
ber, merktum við á sama svæði
299 skarkola með slöngumerkj-
um og þar af 24 einnig með raf-
eindamerkjum. Í þessari merk-
ingu var tæplega helmingur kola
ókynþroska, en rúmur helmingur
2. mynd Skarkolamerkingar á Flákakanti. Heildarendurheimtur frá
merkingum til júlí 2000, skipt eftir veiðarfærum
Torfi Sigurðsson, Hörður Andrésson, Hjalti Karlsson og Jón Sólmundsson
merkja skarkola um borð í Auðbjörgu SH.