Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 12
12 F R É T T I R Stjórnendur frystihúss Samherja hf. á Dalvík eru stórhuga. Á dög- unum var sett á ný fjögurra tíma næturvakt í vinnslu fyrirtækisins á Dalvík og við það fjölgar starfs- mönnum um rösklega fjörtíu. Næturvaktin hefst klukkan þrjú að nóttu og lýkur klukkan sjö. Þá tekur við dagvakt til klukkan hálf fjögur. Sigurður Óskarsson, verkstjóri í frystihúsinu, segir að samið hafi verið um þessa nýju næturvakt fram í maí, en þá verður staðan metin og skoðað hvernig til hafi tekist. Verði reynslan góð segist Sigurður ekki sjá annað en að haldið verði áfram á sömu braut. Þessi viðbótarvakt þýðir að hrá- efnisflæði í gegnum húsið eykst um tvö til þrjú þúsund tonn. Það hráefni segir Sigurður að Samherji hf. muni tryggja, en sem kunnugt er á Samherji hf. mikinn meiri- hluta í fyrirtækinu eftir að hafa skipst á hlutabréfum við KEA á síðasta ári. Sigurður segir að mun betur hafi gengið að manna næturvakt- ina en hann hafi búist við. Á milli 50 og 60 umsóknir hafi borist, en störfin eru eins og áður segir rúm- lega 40. Flestar umsóknir bárust frá fólki sem er búsett í Dalvíkur- byggð, en einnig sóttu Ólafsfirð- ingar um vinnu og sömuleiðis komu umsóknir frá höfuðborgar- svæðinu. Sigurður segir greinilegt að fólk vilji í auknum mæli eiga frí seinnipart dags og á kvöldin, það sé viljugra að vinna síðari hluta nætur. Með þessari næturvakt segir Sigurður verkstjóri að fyrirtækið sé að færa sig meira inn á markað fyrir svokallaðan flugfisk. Hug- myndin sé að fiskur sem verði unninn á nóttunni fari strax að morgni ferskur í flutningabíl sem flytji hann beint suður á Keflavík- urflugvöll. Þaðan verði flogið með hann til Bretlands síðdegis sama dag. „Það er því raunhæft,“ segir Sigurður Óskarsson, „að aðeins einn sólarhringur líði frá því að fiskurinn er unninn á Dalvík þar til hann er kominn í kæliborð verslana í Bretlandi.“ Fleiri krónur fást með þessu móti fyrir hvert kíló af fiski, en á móti kemur að þessi flutnings- og dreifingarmáti er nokkru dýrari en hin hefðbundna vinnsla og út- flutningsleið á frystum fiski. Frystihús Samherja á Dalvík: Flugfiskur unninn á nóttunni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.