Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 43
43
H A F R A N N S Ó K N I R
Hafrannsóknastofnunin lauk fyrir
skömmu úttekt á úthafsrækju-
stofninum vegna fiskveiðiársins
2000/2001 og hefur íframhald-
inu gefið út endanlega ráðgjöf fyr-
ir veiðina á fiskveiðiárinu. Þrátt
fyrir að stofninn virðist eilítið að
styrkjast er hann enn í lágmarki
miðað við undanfarin ár og ráð-
leggur stofnunin að veiðar fari
ekki fram yfir 25 þúsund tonna
mörkin.
„Stofnstærð úthafsrækju hefur
verið í mjög mikilli lægð undan-
farið og er lækkunin talin koma í
kjölfar aukinna gangna þorsks á
norðurmið á árunum 1997-1998.
Í skýrslu langtímanefndar frá því
árið 1994 um þróun þorskstofns-
ins var því spáð að samfara stækk-
un þorskstofnsins væri fyrirsjáan-
leg veruleg minnkun rækjustofns-
ins. Þá var talið að afli gæti
minnkað úr 60-70 þúsund tonn-
um í minna en helming þess
magns. Þessi niðursveifla er nú
komin fram,“ segir í greinargerð
Hafrannsóknastofnunar um málið.
Úthafsrækjustofninn náði sögu-
legu lágmarki fiskveiðiárið
1999/2000. Við mat á rækju-
stofninum núna sýnist stofninn
þó vera aðeins að vaxa á ný sam-
fara minnkandi göngum þorsks
norður fyrir land.
Notuð voru tvö líkön til að
meta stofnstærð rækju. Bæði taka
tillit til magns þorsks á úthafs-
rækjusvæðinu fyrir norðan land
eins og metið er í stofnmælingu
botnfiska í mars hvert ár og er át
þorsks á rækju metið út frá því.
Samkvæmt útreikningunum hef-
ur dánartala rækju stjórnast mjög
af þorskgengd á norðurmiðum en
einnig aflanum sem tekinn er ár
hvert úr veiðistofninum. Veiði-
stofn rækju er talinn hafa stækkað
nokkuð frá árinu 1999 til 2000 en
stærð rækjustofnsins er þó enn
svipuð og á árunum 1988-1990
þegar veidd voru 20-24 þús. tonn
á ári.
Niðurstöður benda til að stofn
úthafsrækju sé enn nálægt lág-
marki tímabilsins 1985-2000, en
stofninn virðist heldur í vexti.
Meðal annars hefur afli á sóknar-
einingu nú aukist um 11%, hlut-
fall stórrækju aukist um 7% og
kvendýravísitala hefur hækkað
um 47% frá árinu 1999 til 2000.
Auk þess hefur nýliðun batnað.
Eins og áður segir er það mat
Hafrannsóknastofnunar að miðað
við ástand úthafsrækjustofnsins sé
ekki ástæða til hvetja til afla um-
fram 25 þúsund tonn á fiskveiði-
árinu.
Úttekt og endanleg ráðgjöf fyrir úthafsrækjuveiði fiskveiðiárið 2000/2001:
Stofninn að styrkjast
en er samt enn í lágmarki
0
25
50
75
100
125
150
175
200
1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001
Ár
Þ
ú
su
n
d
t
o
n
n
Þú
su
nd
t
on
n
Stofn rækju,
samkvæmt
afraksturslíkani.
Heildarafli rækju á Íslandsmiðum á grunnslóð og djúpslóð árin 1964-2000.
0
1 0
2 0
3 0
4 0
5 0
6 0
7 0
8 0
1 9 6 4 1 9 6 8 1 9 7 2 1 9 7 6 1 9 8 0 1 9 8 4 1 9 8 8 1 9 9 2 1 9 9 6 2 0 0 0
Á r
Grunnslóð
Djúpslóð
Þús. tonn
Stofn rækju