Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 50

Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 50
50 Lúða er alllangur, þykkur beinfiskur með stóran haus og kjaft með smáum hvössum tönnum. Bakuggi er nokkuð langur, ligg- ur frá vinstra auga en raufaruggi frá eyrugga og aftur að stirtlu. Eyruggar eru fremur stórir en kviðuggar smáir og sporður nokk- uð stór. Hreystur er smátt. Litur hennar er mósvartur, grár dökkgrænn eða brúnn á hægri hlið en hvítur á þeirri vinstri. Lúðan er langstærst allra flatfiska. Hún getur náð miklum vexti og greint hefur verið frá 470 cm langri og 240 kg þungri lúðu sem veiddist við Noreg. Heimkynni lúðu eru í Norðu-Atlantshafi, Norður-Íshafi og Barentshafi. Hún er í norðanverðum Norðursjó, norðan og vest- an Bretlandseyja, suður í Biskajaflóa. Hún er við Færeyjar, Ís- land, Austur- og Vestur-Grænland og norður til Norður-Amer- íku, í Kyrrahafi frá Alaska til Suður-Kaliforníu og við Kamtsjatka. Við Ísland finnst hún allt í kringum landið en þó er meira um hana sunnan við landið. Lúðan er botnfiskur sem heldur sig við sand- eða leirbotn. Hún lifir á 20-2000 metra dýpi og kjörhiti hennar er 3-9°C. Smálúðan elst upp á grynningum til 3-5 ára aldurs en heldur þá út á dýpri svæði. Lúða heldur sig í grynningum yfir sumartím- ann en á dýpi þegar kólna fer. Lúða lifir á allskyns fisktegundum, svo sem karfa, þorski, ýsu, hrognkelsi, steinbít, loðnu og sandsíli, einnig étur hún krabba- dýri og fleiri botndýr. Hér við land hefst hrygning lúðunnar í febrúar en fyrr í Norð- austur-Atlantshafi. Eggjafjöldinn getur verið 2-3,5 milljónir í hrygnu eða fleiri. Eggin eru 3-4 mm í þvermál, lirfan er 6,7-7 mm við klak og er orðin seiði um 4-5 vikna gömul. 3-5 cm langt hefur það fengið útlit foreldranna. Talið er að lúðan geti náð allt að 25-30 ára aldri. Lúðan hér við land er mest veidd í botnvörpu og á línu og hef- ur ársaflinn verið um og undir 2.000 tonnum að undanförnu. Lúða er sett á markað í Bretlandi, Svíðþjóð, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi og Hollandi. Hún er einkum seld fersk og heil, en einnig er hún seld heilfryst. Hippoglossus hippoglossus Lúða F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á T A N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.