Ægir - 01.01.2001, Blaðsíða 30
30
F I S K E L D I
Það er meiningarlaust að ræða um
aðstæður til fiskeldis á Íslandi, án
þess að gera samanburð við að-
stæður annarsstaðar þar sem þessi
atvinnuvegur er stundaður, vegna
þeirrar samkeppni sem hlýtur að
verða við þessa staði. Bent hefur
verið á að fiskeldi sé nú stundað
fram á nyrstu nafir Noregs, á
breiddargráðum sem liggja langt
norðan heimskautsbaugs. Það
segir þó lítið um hvort hagkvæmt
geti verið að stunda fiskeldi á Ís-
landi eða Labrador en það síðar-
nefnda nær þó suður undir 50°N,
en enn hefur engum dottið í hug
að þar sé hægt að ala fisk á hag-
kvæman hátt. Það er dreifing sjó-
gerða í Norður-Atlantshafi sem
ræður mestu um hitafar í sjónum
á þessum slóðum og er því ekki úr
vegi að byrja á því að kynna sér
það.
Hitastig
Hitastig í norðanverðu Norður-
Atlantshafi er sýnt á 1. mynd.
Um mestan hluta Norður-Atl-
antshafs er svokallaður Atlantssjór
ríkjandi í yfirborðslögum og er
þykkt hans hundruðir metra.
Hann á uppruna sinn langt suður
í höfum og megineinkenni hans
eru hátt hitastig og há selta. Atl-
antssjórinn sést á 1. mynd sem
rauður syðst en kólnar eftir því
sem norðar dregur, gulur og síðan
grænn á myndinni. Þessi sjór
berst með Golfstraumnum með-
fram austurströnd Bandaríkjanna
en þegar hann kemur að Cape Cod
sveigir hann til austurs yfir Atl-
antshafið og heitir eftir það Norð-
ur- Atlantshafsstraumurinn.
Megnið af honum streymir aftur
til suðurs við Portúgal (Azoreyja-
straumurinn). Stærsta greinin,
sem heldur áfram til norðurs fer
inn í Noregshaf (Noregsstraumur)
og er næstum jafnmikið streymi
milli Skotlands og Færeyja og fyr-
ir norðvestan Færeyjar. Hluti af
straumnum fer síðan inn í
Barentshaf en hluti heldur áfram í
átt að Svalbarða sem Vestur-Sval-
barðastraumurinn.
Til Íslands berst ein grein
Norður-Atlantshafsstraumsins
(Irmingerstraumur) og er suður
og vesturströnd landsins umlukin
þeim sjó. Meginhluti þessa
straums sveigir síðan í átt til
Grænlands út af Breiðafirði.
Norður fyrir land berst einungis
lítill hluti þessa sjávar eða u.þ.b.
1/7 af því sem er í Noregsstraumi
og einnig er þessi sjór mun kald-
ari en sjórinn í Noregsstraumi.
Mjög miklar sveiflur eru í þessu
flæði og er það mjög breytilegt
Hitafar við strendur
Íslands með tilliti
til fiskeldis
Þegar fiskeldi hófst fyrir alvöru á Íslandi á níunda áratugnum varð mik-
il eftirspurn eftir upplýsingum um aðstæður til þess og þá sérstaklega
eftir hitastigi á ýmsum stöðum við landið, en hitastigið er einn af þeim
þáttum sem hvað mestu máli skiptir fyrir fiskeldi. Stafar það af því að
vöxtur misheitra lífvera, svo sem fiska og hryggleysingja, er verulega
háður hitastigi ef fæðuframboð er nægjanlegt (Björn Björnsson, 1997).
Þetta er afar mikilvægt fyrir vistkerfið í hafinu við Ísland og einnig þeg-
ar hugað er að fiskeldi í sjó. Hvað varðar fiskeldi þá skiptir ekki ein-
göngu máli hversu hár meðalhitinn er, heldur einnig dreifing hitans,
svo sem hvort komið geti langir frostakaflar sem geti hreinlega drepið
eldisfiskinn eins og gerst hefur hér við land, t.d. í Hvalfirði (Eldisfréttir,
1988). Of hátt hitastig getur eins verið óhagstætt þar sem það getur auk-
ið hættu á útbreiðslu sjúkdóma í eldisfiski (Björn Björnsson, 1997). Til
þess að kanna aðstæður til fiskeldis hér við land hóf Hafrannsókna-
stofnunin hitamælingar árið 1986 víða við strendur landsins.
Höfundur er
Steingrímur
Jónsson,
prófessor við
Háskólann á
Akureyri og
sérfræðingur
við útibú
Hafrannsókna-
stofnunar
á Akureyri.