Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 18
18 L A X S Í L D þær fyrstnefndu eru um 12-20 cm en þær síðarnefndu um 6-10 cm. Af öðrum tegundum smáfiska eru helstir skjár (blálax), Bat- hylagus euryops, fiskar af ætt stirna, Gonostomatidae, slóans gelgja, (Chauliodus sloani), mar- snákur, Stomias boa ferox, trjónu- áll, Serrivomer beani, fiskar af ætt serklinga, Melamphaeidae, broddatanni, Borostomias ant- arcticus, fiskar af angaætt, Platytroctidae, álsnípa, Nemicht- hys scolopaceus, bersnati, Xen- odermichthys copei, fiskar af ætt silfurfiska, Sternoptychidae o.s.frv. Laxsíldirnar halda sig á 300 til meira en 1000 metra dýpi á dag- inn en grynnka á sér á nóttunni - eru jafnvel allt upp undir yfir- borði. Þær eru þó algengastar á um 350-700 metrum. Svipað á við um margar hinna tegundanna þ.e. þær eru miklu dýpra að degi til en nóttu. Í öllum leiðöngrum Hafrann- sóknastofnunarinnar hefur sýnum verið safnað úr „GLORÍU“ troll- um og hefur möskvastærð í poka verið 40 mm, en mun stærri möskvi framar í veiðarfærinu. Því er líklegt að raunveruleg sam- setning aflans sé allt önnur en of- angreindar athuganir sýna þar sem veiðarfærið er með tiltölu- lega stórum möskvum og ekki sérhannað til veiða úr djúpsjávar- lóðningum. Oftar en ekki hefur einnig verið togað ofan við eða í efri lögum djúpsjávarlóðning- anna. Samhliða bergmálsmælingum á karfa hafa bergmálsmæligildi úr djúpsjávarlóðningum verið skráð. Byggt á þeim upplýsingum hefur mynd er sýnir úttbreiðslu lóðn- inganna verið útbúin (mynd 2). Eru gögnin unnin úr bergmáls- gögnum íslenskra rannsóknaskipa frá árinu 1996, en einnig er stuðst við niðurstöður frá Þjóð- verjum og Rússum. Blái liturinn á myndunum táknar minnst magn meðan rauði liturinn tákn- ar mest magn. Enda þótt blái lit- urinn tákni minnst magn er þó um að ræða töluvert há bergmáls- gildi, ef borið er saman við það sem reiknast af karfa á sama svæði. Ástæða hárra bergmáls- gilda getur bæði verið vegna mikils lífmassa, en einnig getur ástæðan verið tengd því hversu breytilegt endurvarp er frá mis- munandi tegundum. Ekki er þekkt endurvarpið frá djúpsjávar- lóðningunum og því ekki hægt að reikna heildarmagn lóðning- anna. Dæmi um djúpsjávarlóðningar eru sýnd á mynd 3. Rétt er að taka fram að lóðningarnar eru frá júní/júlí, en útlit lóðninganna á öðrum tímum ársins er síður þekkt. Það er þó vitað að þær eru þéttari yfir bjartasta tíma ársins en virðast vera dreifðari í skamm- deginu. Lengdardreifing aflans í leið- öngrum síðustu ára er sýnd á mynd 4. Sýnd er lengdardreifing allra tegunda nema karfa. Myndin sýnir að algengustu lengdarflokk- ar úr djúpsjávarlóðningunum eru minni en um 20 cm. Þá sést einnig að lengdirnar eru frá um 4 cm og allt upp í meira en metra, en mest veiddist milli 13 og 17 cm. Ekki er merkjanlegur veru- legur munur á lengdardreifingu ofan 500 metra dýpis og neðan. Tilvitnun: Jakob Magnússon, 1996. The deep scattering layers in the Irminger Sea. Journal of Fisch Biology 49 (Supplement A), 182-191. Mynd 2: Útbreiðsla djúp- sjávarlagsins, eins og það er skráð samkvæmt bergmálsmælum. Gögnin eru fengin frá leiðöngr- um Íslendinga árin 1999- 2001 og leiðöngrum Rússa og Þjóðverja árið 2001. Liturinn er frá bláu (minnst magn) og í rautt (mesta magn). Eitt þúsund metra dýptarlínur eru einnig sýndar á myndinni svo og land- helgislínur Íslands og Grænlands. Mynd 3: Dæmi um djúp- sjávarlóðningu sumarið 2001. Um er að ræða út- skrift af dýptarmælisskjá R/S Árna Friðrikssonar og sýnir hún 5 sjómílna kafla frá yfirborði og niður á 850 metra dýpi. Myndin er frá 5. júlí og er tekin í námunda við 54°00N og 42V. Sjá má þokkalegar karfalóðning- ar á 150-300 metra dýpi, en þar neðan við er djúpsjávarlóð alsráðandi. Mynd 4: Lengdardreifing- ar úr djúpsjávarlóðning- um. Útbúin var sam- eiginleg lengdardreifing allra tegunda annarra en karfa. Einungis er sýnd lengdardreifing fiska minni en 60 cm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.