Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 36
36 „Ég myndi segja að loðnuver- tíðin í vetur hafi verið nokkuð hefðbundin. Það var að vísu óvenju mikið af fiski og nótaskip- in voru ekki síður að fá góðan afla en þau stærri. Fyrir vikið náðist meiri afli á land en oft áður. Skip- in hafa líka verið að stækka og af- kastagetan í verksmiðjunum hef- ur sömuleiðis aukist. Það hjálpað- ist því margt að til þess að ná öll- um þessum afla, þó svo að veðrið hafi oft verið slæmt.„ - Virtist vera mikið magn af loðnu á miðunum í vetur? „Já, ég held að sé óhætt að segja að mikið hafi verið af loðnu í sjónum í vetur. Veiðiheimildirn- ar sem við máttum taka voru nánast úr óskiptum stofninum því loðnuveiðin var hverfandi lítil sl. sumar. Og síðan hefur engin loðna veiðst á haustin til fjölda ára. Af þeim sökum hafði ró loðn- unnar nánast ekkert verið raskað þegar hún loks kom í gusum upp að landinu. Svo má ekki gleyma því að við vorum einungis fyrir austan land, en við höfðum einnig spurnir af loðnu fyrir vest- an og sömuleiðis fyrir Norður- landi. Eflaust kom sú loðna aldrei inn í veiðina hjá okkur. Það vakti athygli mína í vetur hversu óvenju mikið var af vænni, fjög- urra ára loðnu.“ Enginn þorskur þar sem loðnan er Maron orðar það svo að félagar sínir sem eru að veiða þorskinn þurfi ekki að óttast að loðnuflot- inn gangi of nálægt loðnunni og þar með æti þorsksins. „Mér finnst óskaplega sérkennileg sú Því hefur verið haldið fram að nýlega afstaðin loðnuvertíð hafi verið sú besta frá upphafi. Víst er að mjög vel gekk á þessari vertíð, skipin komu hvert á fætur öðru drekkhlaðin í land og loðnan var í góðu með- allagi. Og ekki skemmdi að verð á loðnuafurðum, bæði mjöli og lýsi, var mjög gott. Loðnusjómenn eru því vel sáttir við vertíðina og sömu- leiðis stjórnendur útgerða í þessum uppsjávarveiðum. Maron Björnsson er skipstjóri á loðnuskipinu Guðmundi Ólafi ÓF, sem er eitt af glæsileg- ustu skipum flotans. Ægir átti við hann spjall á dögunum um nýliðna loðnuvertíð og ýmislegt fleira kom upp í samtalinu við Maron, sem hef- ur ákveðnar skoðanir á ýmsum hlutum. Gefum Maroni orðið. Guðmundur Ólafur ÓF á loðnumiðunum undir lok síðustu vetrarvertíðar. Mynd: Þorgeir Baldursson. Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF, kemur víða við í viðtali við Ægi: Loðnan er brellin!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.