Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 45
Fimm starfsmenn
Hjá Bátasmiðju Guðgeirs starfa nú um stundir fimm starfsmenn, en þeir
hafa verið fleiri þegar kraftur var sem mestur í smíði smábátanna. Auk
bátasmíði taka starfsmenn fyrirtækisins að sér fjölbreytt trésmíðaverkefni.
Bátasmiðja Guðgeirs var stofnuð í maí árið 1999 af hjónunum Guðgeiri
Svavarssyni og Kristínu Ármannsdóttur. Guðgeir, sem er húsa- og
skipasmíðameistari að mennt og hefur tveggja áratuga reynslu í báta- og
skipasmíði, vann meðal annars tæp tíu ár hjá Þorgeiri og Ellert hf. á
Akranesi. Bátasmiðja Guðgeirs er til húsa að Kalmansvöllum 2 á Akranesi.
Bátasmiðja Guðmundar í Hafnarfirði:
Sómi er sívinsæll
Sóma-bátarnir svokölluðu eru vel
þekktir meðal íslenskra sjómanna,
enda á Sómi sér um tuttugu ára sögu
og nú þegar hafa verið smíðaðir um
370 slíkir bátar. Það er Bátasmiðja
Guðmundar í Hafnarfirði sem smíðar
Sóma, sem hefur í gegnum tíðina verið
þróaður af starfsmönnum fyrirtækisins.
Fyrst og fremst leggur Bátasmiðja Guð-
mundar, en hjá henni starfa 12 manns,
áherslu á nýsmíði báta, en einnig ann-
ast hún viðhaldsverkefni, sérstaklega á
Sómabátum.
Eins og áður segir er saga Sóma-
bátanna um tuttugu ára gömul. Guð-
mundur Lárusson, skipasmiður, smíðaði
sinn fyrsta bát 1959, en tuttugu árum síðar stofnaði hann Bátasmiðju
Guðmundar og var markmiðið að smíða hraðskreiða og lipra smábáta. Út
úr þessari þróunarvinnu kom Sómi, sem enn er þungamiðjan í starfsemi
Bátasmiðju Guðmundar.
„Við erum með ýmsar tegundir af Sóma-bátunum og það má segja að
við hreinlega smíðum báta utanum um þau leyfi sem sjómennirnir eru
með. Að undanförnu höfum við verið að smíða báta frá þremur og hálfu
brúttótonni og upp í sex,“ segir Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Bátasmiðju Guðmundar. „Algengasta stærðin af bátum er 5-6 tonn, en í
dagakerfinu eru þeir nálægt 4 tonnum. Þessa dagana er ég með eina þrjá
báta í smíðum. Einn þeirra er að fara til Grímseyjar, annar á Flateyri og sá
þriðji í Hafnarfjörð. Á dögunum vorum við að afhenda einn bát vestur á
Tálknafjörð,“ segir Óskar. Algengasta stærð véla í Sóma-bátunum er á bil-
inu 400-420 hestöfl.
Haffær Sóma-bátur, ca. 6 tonn að stærð, kostar frá 13 milljónum króna.
„Það lítur bara ágætlega út á næstunni. Ég er í það minnsta með verkefni
fram á sumar og menn eru þegar farnir að spá í næsta vetur. Við höfum
45
ÞJÓNUSTA
Maron AK 20, einn af þeim bátum sem Bátasmiðja Guðgeirs hefur smíðað.
Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.
Mynd: Sverrir Jónsson.
Á undanförnum árum hafa verið smíðaðir um 370 Sóma-bátar. Mynd: Sverrir Jónsson.