Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 46
fyrst og fremst verið að smíða fyrir innanlandsmarkað, reyndar hef ég átt í samstarfi við færeyskan aðila á þann hátt að við höfum sent út hálfsmíð- aðan bát og hann er síðan fullgerður í Færeyjum. Við höfum þegar sent einn bátskrokk til Færeyja og annar hefur verið pantaður,“ segir Óskar. „Það hefur verið mikil þróun í smíði þessara báta á undanförnum árum, fyrst og fremst hefur hún verið á þann veg að stækka bátana og gera þá burðarmeiri, án þess þó að breyta málunum. Við höfum líka lagt áherslu á að halda hraða bátanna þrátt fyrir meiri lestun,“ segir Óskar. Mikið er lagt upp úr því að kynna Sóma-bátana vel og þær tækninýj- ungar sem koma fram á hverjum tíma. Óskar segir að þetta markaðs- og kynningarstarf sé mjög mikilvægt. Það allra nýjasta í Sóma-bátunum verð- ur kynnt á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í haust. Seigla í Reykjavík smíðar hraðfiskibáta: Nýjasti báturinn afhentur í Grímsey 25. maí Þessa dagana er Seigla í Reykjavík að leggja lokahönd á smíði nýs hraðfiskibáts fyrir Henning Jóhannesson útgerðarmann í Grímsey. Báturinn er af gerðinni Seigur 1000, sem Seigla hefur að öllu leyti hannað á liðnum árum. Einnig smíðar Seigla minni bát, sem ber nafnið Seigur 935 og er er hann tæp 6 tonn (dagabátur). Í gegnum tíðina hefur Seigla m.a. unnið að breytingum á plastbátum og þannig öðlast góða reynslu af því hvernig sjómenn vilja hafa bátana sína. Nú leggur fyrirtækið áherslu á smíði nýrra báta, að sögn Sverris Bergssonar, framkvæmdastjóra Seiglu. Hann segir að við hönnun bátanna hafi verið haft að leiðarljósi að bátarnir væru rúmgóðir, stórir og burðarmiklir. „Við erum að ljúka við smíði á báti fyrir Henning Jóhannesson í Grímsey af gerðinni Seigur 1000, sem er 9,3 tonn og 5,99 brúttórúmlestir. Þessi bátur gengur í nýja krókaaflamarkskerfið, en hann er tíu metra langur og þriggja metra breiður. Ég myndi hiklaust segja að þetta sé rúmgóður bátur, hann tekur sex tonn í körum í lest, samtals 16 380 lítra kör,“ segir Sverrir og tekur fram að fyrirtækið sé mjög samkeppnisfært í verði á þessum bátum. Báturinn er um margt líkur eldri bátum af gerðinni Seigur 1000, en þó segir Sverrir að alltaf sé einhver þróun í gangi. Sem dæmi er vélin í þessum báti 500 hestöfl, en í eldri bátum hefur hún verið 450 hestöfl. Reiknað er með að bátur Hennings, sem kemur til með að heita Björn EA 220, gangi allt að 32 mílur. „Við höldum því fram að þetta verði hraðskreiðasti fiskibátur á Íslandi,“ segir Sverrir og bætir við að fyrirtækið sé í startholunum með að smíða allt að 15 tonna bát, eða eins stóran og kerfið leyfi. „Sá bátur yrði að uppbyggingu eins og þeir bátar sem við erum að smíða í dag, en stærri. Ef við myndum fá áhugasaman kaupanda að slíkum báti gætum við hafið smíði hans,“ segir Sverrir. Þreifingar erlendis Gert er ráð fyrir að ljúka smíði á bátnum fyrir Henning fyrir næstu mánaðamót og þá verður honum siglt austur fyrir land í kynningarferð og einnig verður farið til Færeyja áður en ferðinni verður heitið norður í Grímsey þar sem báturinn verður afhentur nýjum eiganda 25. maí. Sverrir Bergsson segir að borist hafi nokkrar fyrirspurnir um slíka báta, bæði hér á landi og erlendis. „Ég gaf út geisladiska með kynningarefni sem ég hef verið að dreifa. Ég hef þreifað fyrir mér í Færeyjum og Noregi og sömuleiðis fengið fyrirspurnir frá Grænlandi og Kanada,“ segir Sverrir Bergsson. Rafbjörg ehf. í Reykjavík: Selur allt fyrir handfæra- og sjóstangaveiði „Við erum með allt fyrir handfæraveiðar og einnig höfum við í auknum mæli þjónað sjóstangaveiðimönnum,“ segir Birgir Ævarsson hjá Rafbjörgu ÞJÓNUSTA Sigurjón Ragnarsson, annar eigenda Seiglu, við hlið nýja bátsins sem nú er verið að leggja lokahönd á fyrir Henning Jóhannesson í Grímsey. 46

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.