Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 17
17 Fyrri rannsóknir Dr. Jakob Magnússon rannsakaði djúpsjávarlóðningar í norðan- verðu Grænlandshafi í leiðöngr- um Hafrannsóknastofnunarinnar á árunum 1991-1995. Djúpsjáv- arlóðningar fundust nær samfellt um allt norðanvert Grænlandshaf og almennt virtust þær þéttastar með djúpköntunum en gisnari í miðju úthafinu (Jakob Magnús- son, 1996). Lóðningar voru á 4- 500 m til 7-800 m dýpi og kom hluti þeirra upp undir yfirborð í myrkri. Seiðavarpa með 5 mm möskva í poka var notuð við sýnatöku allt niður á 200 m dýpi en fyrir tog á dýpra vatni var not- uð „Gloria“ miðsjávarvarpa með 40 mm möskva í poka. Úr lóðningunum sem gengu upp undir yfirborðið á nóttunni fengust nær eingöngu mjög smá- vaxin laxsíldartegund sem kölluð er Íshafslaxsíld (Protomyctophum arcticum), ljósáta og karfaseiði. Íshafslaxsíld er venjulegast aðeins 4-6 cm á lengd og svipuð að stærð og karfaseiðin á þessum tíma (ágúst). Í djúptogunum (niður undir 600 m dýpi) var fjöldi tegunda miklu meiri og í þeim fengust í allt um 60 fisk- tegundir, margar tegundir af smávöxnum smokkfiskategund- um og rækjum auk úthafskarfa sem fékkst oft í togum ofan við 400 m dýpi. Marglyttutegundir fengust líka í nær öllum togum. Ekki var togað dýpra en á 600 m dýpi þannig að ekki fengust upp- lýsingar um tegundasamsetningu í dýpstu lóðningunum. Af eiginlegum laxsíldum feng- ust átta tegundir og voru þær lang algengastar ásamt slóans gelgju (Chauliodus sloani), sem er smávaxinn fiskur með ljósfæri eins og laxsíldirnar. Afli ofan- greindra tegunda var yfirleitt lít- ill en þó fengust stundum nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þús- und fiskar í togi. Aflinn var ekki skráður í þunga en þar sem fisk- tegundirnar sem um er að ræða eru yfirleitt mjög smávaxnar hef- ur aflinn vart verið meiri en nokkrir tugir kílóa þegar best lét. Auk ofannefndra tegunda fékkst mikill fjöldi tegunda í mun minna mæli. Jakob Magnússon dró þá ályktun útfrá athugunum sínum að það hlyti að vera fjöldi enn smávaxnari tegunda í þessum lóðningum sem ekki veiddust í 40 mm möskva. Nýlegri rannsóknir Á Hafrannsóknastofnuninni er nú verið að vinna úr gögnum sem safnað hefur verið í úthafskarfa- leiðöngrum á síðustu 6 árum. Um er að ræða niðurstöður at- hugana þar sem svæðið langt suð- ur fyrir Hvarf er kannað. Í þeim leiöngrum hefur afli úr öllum flotvörputogum verið nákvæm- lega skráður. Hefur aflinn, auk karfans, samanstaðið m.a. af tug- um tegunda af allskonar smáfisk- um (10-20 cm löngum) og voru nokkrar laxsíldartegundir einna mest áberandi. Þá eru smokkfisk- ar (2-3 tegundir) og marglyttur (2-3 tegundir) einnig oft áber- andi. Kolmunni og jafnvel gull- lax sjást einnig en þær tegundir eru stærri en þorri þeirra smáfiska sem þvælast í vörpuna. Laxsíldartegundir (mynd 1) sem búast má við á þessum slóð- um eru brúnalaxsíld, Lampanyct- us macdonaldi, langa laxsíld, Notoscopelus kroeyeri, gljáslax- síld, Lampadena speculigera, ísa- laxsíld, Benthosema glaciale, punktalaxsíld, Myctophum punctatum og íshafslaxsíld, Protomyctophum arcticum. Þrjár Höfundar þessarar greinar eru þrír vís- indamenn á Hafrann- sóknastofnuninni; Þorsteinn Sigurðs- son, Gunnar Jónsson og Sveinn Svein- björnsson. Djúpsjávarlóðningar í suðvesturdjúpi Um árabil hefur verið kunnugt um að við Ís- land finnist víða hópur (ættbálkur) fiskteg- unda sem almennt gengur undir nafninu lax- síldir. Einkum finnst þessi hópur suðvestur, suður og suðaustur af landinu og í Grænlands- hafi. Sjást þessir fiskar vel á dýptarmælum og er þá oft kallað djúpsjávarlóð (deep-scattering layer). Hér verður í stuttu máli fjallað um rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar á út- breiðslu og samsetningu þess. Mynd 1: Myndir af algengum fiskum úr djúpsjávarlóðningum. Efri myndin (A) sýnir laxsíld en sú neðri (B) sýnir slóans gelgju (Ljósm: Þorsteinn Sigurðsson) A B L A X S Í L D

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.