Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 47

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 47
ehf. að Vatnagörðum 14 í Reykjavík, sem gengur reyndar einnig oft undir nafninu RB-veiðarfæri. Rafbjörg hóf starfsemi árið 1988 og hefur frá upp- hafi þjónustað smábáta. Birgir segir að fyrirtækið reki raf- vélaverkstæði auk verslunar og heild- sölu með rafmagnsvörur, sjófatnað, úti- og hlífðarfatnað og vörur til hand- færaveiða og sjóstangaveiða. „Við erum með handfærakróka, svo- kallaða RB-króka. Þessa króka látum við setja saman fyrir okkur hjá Bergiðj- unni á Kleppspítala. Við erum líka með flotgalla og ýmiskonar hlífðarfatnað. Flotgallarnir eru frá Sundridge og þá erum við með þurrgalla frá finnska framleiðandanum Ursuk,“ segir Birgir. Hann segir að Rafbjörg eigi ekki bara viðskipti við trillukarla á suðvesturhorninu, viðskiptavinirnir séu um allt land. „Við flytjum þessar vörur inn og síðan höfum við umboðsmenn út um allt land,“ segir Birgir. Rafbjörg selur sænskar handfæravindur af gerðinni JR. Aukning í sjóstangaveiðinni Birgir segir greinilegt að sjóstangaveiðin sé mjög vaxandi sport, það merki hann á aukinni spurn eftir slíkum vörum, bæði frá svokölluðum „atvinnu- mönnum“ - þ.e. þeim sem taki þátt í stangveiðimótum - og öðrum áhuga- mönnum. Rafbjörg er með allar hugsanlegar vörur tengdar þessu sporti, þ.m.t. stangir, vesti, hjól, belti fyrir stöngina o.fl. Þar á meðal selur Raf- björg hjól af gerðinni Albacore frá ítalska framleiðandanum Alutecnos. „Þessi hjól hafa reynst fádæma vel. Við byrjuðum að selja þau fyrir fjórum árum og höfum ekki fengið eitt einasta í viðgerð,“ segir Birgir. Rafbjörg selur einnig m.a. stangir frá sama framleiðanda á Ítalíu, ýmist eru þær með línuhjólum eða postulínsaugum. Einnig er fyrirtækið með á boðstólum jakka frá sama framleiðanda, en þeim fylgir plata til að festa í hjólið. „Ég myndi skjóta á að nýr topp útbúnaður fyrir stangveiðimanninn kosti sem næst 100 þúsund krónum. Allar þessar vörur eru lífstíðareign, enda má útbúnaðurinn ekki bila þegar menn eru komnir á fullt á sjóstangaveiði- mótum,“ segir Birgir. Nánari upplýsingar um vörur Rafbjargar er hægt að nálgast á slóðinni www.rafbjorg.is Plastverk í Sandgerði: „Örninn“ á markaðinn í ár Plastverk í Sandgerði var stofnað 1. febrúar 1999 af Gústaf Adolf Ólafssyni og Ólafi Ólafssyni. Meginþungi í starfsemi Plastverks hefur verið í breytingum og viðhaldi á trefjaplastbátum ásamt framleiðslu á setlaugum og vatnabátum, en einnig var fljótlega farið að huga að hönnun og þróun alhliða fiski- báts sem hentaði vel til línu-, neta- og færaveiða. Þessari vinnu er nú lokið og fyrsti báturinn sem Plastverk fram- leiðir verður sjósettur á þessu ári. Að sögn Vilberts Gústafssonar hefur Plastverk frá upphafi lagt mikla áherslu á vöruþróun, í því sambandi nefnir hann hið vinsæla saltfiskmót sem Plastverk kom með á markaðinn í fyrra. Framleiðsluheitið á fiskibátnum sem Plastverk markaðssetur í ár verður „Örninn„, sem er alhliða fiskibátur með ganghraða frá 18 og upp í 22 sjó- mílur (bundið við hleðslu). Hægt verður að fá Örninn frá 9 metrum og upp í 15 metra en stöðluð breidd er 3,5 m. Véla- og tækjabúnaður er valmögu- leiki kaupanda. Vilbert segir að margt af því sem Örninn hafi að bjóða sé nýjung hér á landi, svo sem skrokklag og fleira. Vilbert bendir á að dekkpláss sé hátt í 18 fermetrar, síðustokkar séu innbyggðir o.fl. Vilbert segir að auk sölu innanlands standi til að markaðssetja Örninn erlendis og er þá helst horft til Færeyja og Grænlands. Ekki má gleyma því að Plastverk framleiðir einnig margar gerðir af hobby-bátum (leiktækjum), allt frá bátum sem ganga 40+ sjómílur og nið- ur í litla vatnabáta. Hjá Plastverki eru fimm stöðugildi. Efni framtíðarinnar Vilbert segir að það sé engin spurning að trefjaplast sé efni framtíðarinnar og því hafi menn þá trú að á komandi árum muni sífellt fleiri og stærri skip smíðuð verða smíðum úr trefjaplasti. „Hins vegar er alveg ljóst að hér á Íslandi verður að myndast meiri stöðugleiki í útgerð smábáta. Það er með ólíkindum að útgerðarmenn smábáta skuli þurfa að búa við breytingar á rekstrarumhverfi sínu til frá degi til dags. Flestar aðgerðir stjórnvalda gagnvart krókakerfunum virðast vera örvæntingarfullar ákvarðanir teknar í skyndi, með það að meginmarkmiði að hefta og skerða. Þessir útgerðar- menn þurfa að eyða peningum í að minnka og stækka bátana á víxl til að koma til móts við lagabreytingar. Óvissa fælir frá fjárfesta og leiðir til þess að erfitt getur reynst að fá lánsfjármagn inn í atvinnugreinina og það sama gildir um alla þjónustu og framleiðslu tengda krókakerfinu,“ segir Vilbert Gústafsson. 47 ÞJÓNUSTA BJ5000 er sjálvirk tölvuvinda frá Belitronic. Texti í skjá er á íslensku. Vindan er 12 kg á þyngd. Afar fullkomið og sterkt hjól fyrir stang- veiðimennina. Hjólið er af gerðinni Al- bacore.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.