Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 30
30 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E leiðsluna á einn stað, t.d. heim til Íslands. Okkar hugmyndafræði gengur út á að horfa út um heim og finna út góðar staðsetningar fyrir nýjar verksmiðjur þar sem við getum búið til nýja markaði í kringum þær. Við sjáum heilmikil tækifæri í Asíu, t.d. í Kína og þar í kring. Við horfum líka á Suður-Ameríku sem áhugavert framtíðarsvæði fyrir Sæplast og von- andi kemur sú tíð að við hrindum hugmyndum í framkvæmd.” Þjónustum mun breiðara svið en áður Ef skoðaðir eru nýjustu markaðsbæklingar Sæplasts sést best hvernig fyrirtækið er byrjað að skilgreina sig sem þjónustufyrirtæki á breiðu matvælasviði en ekki einvörðungu á sjávarútvegssviðinu eins og áður var. „Við segjum að okkar áhersla snúist um að leysa vandamál matvælaiðnaðarins hvað varðar flutninga og geymslu matvæla. Þetta þýðir að það stöðvar okk- ur ekkert í að breikka flóruna í framleiðslunni, ef það fellur að þörfum okkar viðskiptavina. Til dæmis get- um við nýtt þekkingu okkar í kerjasmíði fyrir sjávar- útveg til að þróa flutningsker fyrir alls kyns olíur, allt frá matarolíum til smurolíu. Þetta er einfalt dæmi um hversu mikil breyting er orðin á Sæplasti frá því sem áður var,” segir Steinþór. Vöruþróunarfjármagn frá norska ríkinu Oft hefur örlað á þeirri umræðu á Íslandi að alltof litlum fjármunum sé varið til vöruþróunarverkefna og lítil áhersla á þann þátt verði mörgum fyrirtækj- um að falli. Í Noregi er starf á þessu sviði virkara og sem stendur tekur Sæplast þátt í þremur vöruþróun- arverkefnum sem styrkt eru af norska ríkinu. Þrátt fyrir að ekki sé um slíkar fjárhæðir að tefla í styrkj- um að þær hrökkvi fyrir öllum kostnaði þá segir Steinþór þessa styrki hvetjandi. „Að hluta fáum við stuðning í svona verkefni vegna staðsetningar á verksmiðjunni í Norður-Nor- egi en í öðrum tilfellum erum við í verkefnum með stórum aðilum í Osló þannig að þetta er ekki algilt. Fyrst og fremst eru vöruþróunarstyrkirnir hvatning á jákvæðum nótum.” Íslendingar að kenna Indverjum útflutning! Það vakti á sínum tíma mikla athygli þegar Sæplast ákvað að setja á fót verksmiðju á Indlandi og segir Steinþór að margir hafi greinilega búist við miklum og hröðum umsvifum fyrirtækisins þar. Hann segir markaðinn að sönnu mjög stóran á Indlandi en að sama skapi þurfi að fara mjög varlega þar sem hin minnstu mistök í uppbyggingunni, í gæðum fram- leiðslunnar og öllum slíkum þáttum geti reynst dýrkeypt. „Við höfum fengið Indlandsverksmiðjunni það verkefni að framleiða minnstu kerin og samhliða því að þjálfa Indverjana í framleiðslunni höfum við þurft að kenna þeim að flytja út vörur. Indland er gríðarlega stórt land og hefur verið bæði lokað og sjálfu sér nægt um flestar vörur. Þar af leiðandi er þessi útflutningsþekking af skornum skammti og mikið skrifræði í kringum útflutning frá Indlandi. Allt þetta erum við að kenna, erum líka sjálfir að læra en ég bind miklar vonir við verksmiðjuna á Ind- landi í framtíðinni, líkt og við aðrar okkar fram- leiðslu- og sölueiningar,” segir Steinþór Ólafsson, forstjóri Sæplasts hf. Björgunarhringur í lokafrágangi áður en hann fer í pakkningu til kaupanda. Glaðbeittir starfsmenn í hverfisteypuverksmiðjunni hjá Sæplasti í Álasundi. Varan sem þeir eru hér að taka úr mótum er flotholt fyrir kræklingarækt. Belgir koma út úr vélinni þar sem þeir eru formaðir með blæstri. Þetta er nýjasta vélin í þessari verksmiðju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.