Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 6
6
P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S
Binni í Vinnslustöðinni í Vestmanna-
eyjum nefndi það í desemberblaði
Ægis að þrátt fyrir að reksturinn hafi
gengið vel á síðasta ári væru blikur á
lofti. Þetta kann að hafa komið nokk-
uð á óvart þegar höfð er í huga mjög
góð rekstrarafkoma Vinnslustöðvar-
innar og margra fleiri sjávarútvegsfyr-
irtækja á síðasta ári. En þegar betur er
að gáð eiga áhyggjur Binna sér eðli-
legar skýringar og núna í upphafi árs-
ins eru þær betur að koma í ljós. Sjáv-
arútvegurinn er almennt svo háður
gengisskráningu íslensku krónunnar
að þegar þar verða umtalsverð frávik
koma þau strax fram í afkomu sjávar-
útvegsfyrirtækja. Og í þeim efnum
eru blikur á lofti um þessar mundir.
Ég heyrði stjórnanda eins af stærri
sjávarútvegsfyrirtækjum landsins
segja á dögunum að í raun væri ís-
lenska krónan um 20% of sterk og
það væri fljótt að koma fram í afkomu
sjávarútvegsins.
Vitlaust skráð króna gagnvart er-
lendum myntum hefur keðjuverkandi
áhrif. Um leið og afkoma sjávarút-
vegsfyrirtækjanna veikist, minnka
möguleikar þeirra til fjárfestinga og
þar með til atvinnusköpunar. Þetta er
eflaust ein af helstu skýringunum á
því að atvinnumarkaðskönnun í des-
ember leiddi í ljós að sjávarútvegsfyr-
irtæki gerðu ráð fyrir að fækka fólki á
þessu ári en ekki fjölga.
Stórhuga í þorskeldinu
Í þessu tölublaði kemur fram í viðtali
við Ólaf Halldórsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Fiskeldis Eyjafjarðar,
sem nú stýrir fiskeldisfyrirtæki í Nor-
egi, að þar hafi menn uppi stór áform
um þorskeldi í framtíðinni. Troms
Marine Yngel, fyrirtækið sem Ólafur
stýrir, ætlar að einbeita sér að seiða-
framleiðslunni og í byggingu er risa-
stór seiðastöð sem verður tekin í notk-
un síðar á þessu ári. Athyglisvert er að
opinberir aðilar í Noregi styðja vel við
bakið á fiskeldisfyrirtækjunum við
uppbyggingu þorskeldisins, litið er
svo á að hér sé um að ræða viðamikið
þróunarverkefni sem vonir eru bundn-
ar við í framtíðinni.
Við Íslendingar vinnum að þorsk-
eldisverkefni þar sem kannaðir eru all-
ir fletir á þorskeldinu. Alltof snemmt
er að segja til um til hvers verkefnið
leiðir, en það er allrar athygli vert. En
stóra málið er vitaskuld það að til þess
að mæta aukinni spurn eftir hvítfiski
á okkar helstu mörkuðum þarf til að
koma eldi. Veiðar á villtum fiski
munu ekki aukast frá því sem nú er,
um það eru flestir sammála. Þvert á
móti mun væntanlega draga úr veið-
um á villtum fiski. Til þess að við-
halda markaðnum þarf að halda uppi
framboðinu á fiskinum. Annars er stór
hætta á því að neytendur snúi sér að
öðrum tegundum matvæla og það er
gömul saga og ný að erfitt kann að
vera að venja neytendur aftur á að
borða fisk hafi þeir snúið sér að öðrum
matvælategundum.
Leitað í þekkingarskjóðu Norð-
manna
Óhætt er að fullyrða að Norðmenn eru
risar í fiskeldi í heiminum og fáir slá
þeim við í kunnáttu í eldi. Nú um
stundir er reyndar dálítil brekka í
norsku laxeldi vegna verðlækkana á
mörkuðum, en því er spáð að verð á
laxinum nái aftur jafnvægi. Við Ís-
lendingar erum óneitanlega að taka
stærri skref í fiskeldi en áður hafa
þekkst. Stór fyrirtæki eins og Sam-
herji og Síldarvinnslan hafa staðið í
fararbroddi í að byggja upp laxeldi
fyrir austan og einnig hefur uppbygg-
ingin verið hröð hjá Íslandslaxi í
Grindavík og Silfurstjörnunni í Öxar-
firði. Það kom því ekki mjög á óvart
þegar Samherji tilkynnti fyrir
nokkrum vikum að fyrirtækið hafi
keypt hlut í norskum eldisrisa, sem er
Fjord Seafood - þriðja stærsta fyrir-
tæki í laxeldi í heiminum. Ein af
helstu ástæðum viðskiptanna er sú að
með þessu móti fær Samherji aðgang
að mikilli þekkingu í fiskeldi. Þó svo
að aðstæður séu um margt öðruvísi á
Íslandi en í Noregi eru helstu lögmál-
in í laxeldinu þau sömu og því nýtist
þekking og reynsla Norðmanna í eldi
og markaðsmálum hérlendu fiskeldi
að fullu. Með í kaupunum fylgir líka
það ákvæði að Fjord Seafood hefur rétt
til kaupa á allt að helmingi fiskeldis-
starfsemi Samherja. Það er enginn vafi
að það hlýtur að vera hérlendu fiskeldi
ákveðinn styrkur að fá inn þekkingu
þeirra sem lengi hafa starfað í grein-
inni og tekist á við bæði niðursveiflur
og uppsveiflur. Fiskeldi er hins vegar
afar viðkvæm atvinnugrein, það hafa
dæmin sannað, og því er eðlilegt að
menn taki varfærnisleg skref. Eins og
í svo mörgu öðru er sígandi lukka best
í þessum efnum.
Sterk króna
og fiskeldið
Pistil mánaðarins skrifar
Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður