Ægir - 01.01.2003, Page 20
20
S TA R F S F R Æ Ð S L A O G E N D U R M E N N T U N
Að treysta stöðu sjómanna á
vinnumarkaði
Í samkomulagi sjómannasamtak-
anna og vinnuveitenda er mark-
miðinu með Sjómennt lýst með
þessum orðum: „Að treysta stöðu
sjómanna á vinnumarkaði með
því að gefa þeim kost á að efla og
endurnýja þekkingu sína og gera
þá hæfari til að takast á við ný og
breytt verkefni. Með starfsmennt-
un er einkum átt við eftir- og sí-
menntun sjómanna til að auka
hæfni þeirra til að sinna nýjum
og breyttum störfum um borð í
fiskiskipum.“
Komið í fullan gang
Hólmgeir Jónsson hjá Sjómanna-
sambandinu segir að á undanförn-
um mánuðum hafi verið unnið að
því að skipuleggja ýmiskonar
námskeiðahald innan Sjómenntar
og hann á von á því að átakið
verði komið nokkuð vel af stað
þegar líður á þetta ár. Sjómennt
er stýrt af sex manna verkefnis-
stjórn þar sem tveir fulltrúar
koma frá Samtökum atvinnulífs-
ins, þrír frá verkalýðsfélögunum
og einn er fulltrúi félagsmálaráð-
herra. Hlutverk þessarar verkefn-
isstjórnar er að halda utan um
endurmenntunarátakið, þ.e. að
hafa frumkvæði að þróunarverk-
efnum í starfsmenntun, kanna
þörfina fyrir starfsmenntun í stétt
sjómanna, styrkja nýjungar í
námsefnisgerð og að endurskoða
námsefni, styrkja rekstur ein-
stakra námskeiða og veita ein-
staklingum og útgerðum styrki
vegna starfsmenntunar.
Hólmgeir Jónsson segir að
heildarfjármögnun verkefnisins sé
45 milljónir króna, en þessir fjár-
munir eru tryggðir úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði með sam-
bærilegum hætti og starfs-
menntaverkefni Starfsafls og
Landsmenntar, sem eru verkefni
sem miða að því að gera átak í
starfsfræðslumálum ófaglærðra.
Starfsfræðsluátakið Sjómennt er hafið:
Gott tækifæri fyrir sjómenn
að sækja sér endurmenntun
„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga sjó-
manna á endur- og símenntun og ég á von á
því að þeir muni nýta sér þau námskeið sem
eru og verða í boði,“ segir Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri Sjómannasambands Ís-
lands, um símenntunarátakið Starfsmenntun
sjómanna - Sjómennt, sem hófst á síðasta ári
með samkomulagi Sjómannasambandsins,
Samtaka atvinnulífsins og Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna.
„Það getur auðvitað verið snúið fyrir sjómenn að sækja kvöldnámskeið og því hef ég viljað leggja áherslu á að í þessu sambandi sé einnig hugað vel að
möguleikanum á fjarvinnslu,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands.