Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 22

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 22
Jónbjörn Pálsson Höfundar eru starfsmenn Hafrannsókna- stofnunarinnar Gunnar Jónsson Sjaldséðir fiskar á Íslandsmiðum árið 2002 22 F I S K A R Tvær tegundir, áður óþekktar á Íslandsmiðum veiddust árið 2002. Þessar tegundir eru oddhali, Lionurus carapinus sem veiddist í september á 1691- 1712 m dýpi djúpt suður af Stokksnesi og pálsfisk- ur, Zenopsis conchifera sem veiddist í apríl á Sand- vík norðan Reykjaness. Fiskar sem borist hafa frá fiskiskipum o.fl. Slímáll, Myxine ios Í júlí veiddist einn 41 cm langur á um 820 m dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°47´N, 27°50´V). Veiðiskip Snorri Sturluson VE. Á árunum 1991 til 1997 veiddust margir slímálar á Íslandsmiðum þar af 28 árið 1993. Á árunum 1998 þar til nú varð hans ekki vart svo farið var að óttast um stofninn. Sæsteinsuga, Petromyzon marinus Upplýsingar bárust um sex sæsteinsugur á árinu og veiddust þrjár þeirra í seiðavörpu á 10 metra togdýpi í rannsóknaleiðangri á rs. Bjarna Sæmunds- syni og ein barst frá japönsku túnfiskveiðiskipi og veiddist hún utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar. Hinar fimm veiddust á svæðinu frá Kötlugrunni vestur á Fjöllin suðvestur af Reykjanesi. Þessar sæ- steinsugur veiddust allar á tímabilinu ágúst til sept- ember og voru þær 47-71 cm langar. Stuttnefur, Hydrolagus affinis Ein 136 cm löng hrygna veiddist á 1025-1120 m dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (64°35´5N, 28°39´V) í apríl. Veiðiskip var Ýmir HF. Brandháfur, Hexanchus griseus Í apríl veiddist 120 cm brandháfur í net Ganda VE á 275-366 m dýpi 20 sjómílur austur af Vest- mannaeyjum. Hvítaskata, Raja lintea Í febrúar barst pétursskip með velþroskuðu fóstri úr hvítaskötu sem veiðst hafði á Suðausturmiðum (64°02´N, 13°12´V). Veiðiskip var Snorri Sturluson VE. Fullvaxnar hvítaskötur veiðast alltaf af og til. Augnasíld, Alosa fallax Tvær bárust á árinu og veiddist önnur í byrjun september í botnvörpu á 201-220 m dýpi í utan- verðum Faxaflóa (Jökultúngu). Hún var 49 cm löng hrygna. Veiðiskip Vigri RE. Hin veiddist í nóvember og var 45 cm löng en upplýsingar um veiðistað o.fl. vantar. Græðisangi, Holtbyrnia anomala og njarðarangi, Maulisia mauli Í lok apríl veiddust þrír græðisangar 27, 28 og 33 cm langir og einn njarðarangi, 18 cm langur, á 677 m dýpi á Reykjaneshrygg (61°45´N, 27°30´V). Veiðiskip Snorri Sturluson VE. Í leiðangri sem farinn var á Ásgrími Halldórssyni SF til leitar og rannsókna á laxsíldum í júní veiddust í flotvörpu á 150-265 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar nokkrir suðrænir silfurfiskar, Argyropelecus hemig- ymnus og voru 9 mældir 2,4 til 3,7 cm staðallengd (SL). Einnig voru mældir 17 norrænir silfurfiskar, Argyropelecus olfersi, 2,2 til 5,1 cm staðallengd, 5 norrænar gulldeplur, Maurolicus muelleri, 3,7-4,7 cm SL og einn skakki silfurfiskur, Sternoptyx pseu- dobscurus, 4,3 cm langur SL. Hafrannsóknastofnun bárust margir sjaldséðir fiskar til rannsóknar árið 2002. Fiskar þessir veiddust flestir innan 200 sjómílna fiskveiðilögsög- unnar en nokkrir utan hennar. Langflestir þessara fiska voru veiddir af skipum fiskveiðiflotans en nokkrir í leiðöngrum rannsóknaskipa Haf- rannsóknastofnunar og bar þar hæst s.k. haustrall sem farið var á rs. Árna Friðrikssyni RE 200 dagana 6. október til 4. nóvember undir leið- angursstjórn Jónbjörns Pálssonar og Einars Jónssonar og leiðangurs á rs. Bjarna Sæmundssyni RE 130 til rannsókna á botndýrum á Íslandsmið- um s.k. BIOICE verkefni undir leiðangursstjórn Sigmars A. Steingríms- sonar dagana 30. ágúst til 13. september. Stuttnefur, Hydrolagus affinis. Einn veiddist í apríl á grálúðu- slóð vestan Víkuráls.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.