Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 26
26
F I S K A R
St. 534, Suðausturdjúp (61°39´N, 13°54´V), 1640-1648 m
Mjóhali, Coryphaenoides brevibarbis, 24 cm heildarlengd.
Aurláki, Lycodonus flagellicauda, 2 stk. 7,5 og 15 cm.
Þessir fiskar fengust í s.k. RP sleða.
Af öðrum athyglisverðum fiskum sem bárust má nefna gísla-
háf, Apristurus laurussonii, jensensháf, Galeus murinus, rauðháf,
Centrophorus squamosus, djúpál, Synaphobranchus kaupi, ál-
snípu, Nemichthys scolopaceus, trjónuál, Serrivomer beani, ber-
haus, Alepocephalus agassizii, bersnata, Xenodermichthys copei,
digra geirsíli, Magnisuidis atlantica, langhalabróður, Trachyr-
inchus murrayi, ingólfshala, Coryphaenoides guentheri, fjól-
umóra, Antimora rostrata, bjúgtanna, Anoplogaster cornuta og
stinglax, Aphanopus carbo.
Þá bárust einnig nokkrir óvenju stórir fiskar einstakra teg-
unda þ.á.m. var 160 cm þorskhrygna sem reyndist 29 kg á
þyngd óslægð og 18 ára gömul. Hún veiddist á 128-238 m dýpi
í Kolluál (65°02´N, 23°39´V) í júní . Í febrúar veiddist 106 cm
ýsuhrygna í Reykjanesröst. Ýsan var 12 kg óslægð og 11 ára
gömul. Þetta mun vera þriðja stærsta ýsa sem veiðist á Íslands-
miðum. Sú stærsta veiddist í maí árið 1927 einhversstaðar und-
an Suðurlandi á milli Ingólfshöfða og Dyrhólaeyjar og mældist
112 cm löng, 16,8 kg á þyngd slægð og var 13 eða 14 ára göm-
ul og er hún talin vera stærsta ýsa sem veiðst hefur. Næst stærsta
ýsa á Íslandsmiðum veiddist út af Arnarfirði í janúar árið 1991
og var hún 109 cm og 8,45 kg slægð. Hún var 14 ára gömul. Í
desember veiddist 47 cm sandkoli við Garðskaga. Hann var 1,3
kg á þyngd, 10 ára hrygna.
Þakkir eru færðar öllum þeim sem fært hafa okkur fiska til
rannsókna og veit hafa upplýsingar um þá og viljum við sérstak-
lega þakka Magnúsi Þorsteinssyni og skipstjóra og áhöfn togar-
ans Snorra Sturlusonar VE svo og skipstjóra og áhöfn Farsæls
GK og Þorgeiri Baldurssyni og skipstjóra og áhöfn togarans
Sléttbaks EA. Einnig Magnúsi Jóhannssyni, Veiðimálastofnun á
Selfossi.
Helstu heimildir
Geistdoerfer, P. 1986. Macrouridae. Í: Fishes of the North-eastern Atlantic
and the Mediterranean 2: 644-676. Eds. P.J.P. Whitehead, M.-. Bauchot, J.-C.
Hureau, J. Nielsen, E. Tortonese. Unesco. Paris.
Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn
Pálsson. 1998. Nýjar og sjaldséðar fisktegundir árið 1997. Ægir 91(2): 18-22.
Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson. 2002. Sjaldséðir fiskar á Íslandsmiðum
árið 2001. Ægir 95(2): 40- 44.
Quéro, J.-C. 1986. Zeidae. Í: Fishes of the North-eastern Atlantic and the
Mediterranean 2: 769-774.Editors: P.J.P: Whitehead, M.-Bauchot, J.-C. Hur-
eau, J. Nielsen, E. Tortonese. Unesco. Paris.
Quéro, J.-C, M.H. Du Buit et J.J: Vayne. 1997. Les captures de poissons à
affinités tropicales le long des côtes atlantiques européennes. Ann. Soc. nat.
Charente-Marit., 8(6): 651-673.
Quéro, J.-C, M.H. Du Buit et J.J: Vayne. 1998. Les observations de pois-
sons tropicaux et le réchauffement des eaux dans l´Atlantique européen. Ocean-
ologica Acta 21(2): 345-351.
Scott, W.B. and M.G. Scott. 1988. Atlantic fishes of Canada. Can. Bull.
Fish. Aquat. Sci. 219: 731 p.
Thompson, H. 1929. General features in the Biology of the haddock (Gad-
us æglefinus L.) in Icelandic waters in the period 1903-1926. (with 3 graphs
and 4 figures).Fisheries, Schotland, Sci. Invest., 1928, No. V. 64 p.