Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 27

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 27
S TA R F S F R Æ Ð S L A O G E N D U R M E N N T U N 27 Bókleg og verkleg námskeið „Við erum með fjögur til fimm námskeið á ári og skiptist námið annars vegar í bóklegan hluta og hins vegar verklegan. Ég var kennari við Stýrimannaskólann og rak skólann þar fyrir utan. En frá 1991 hef ég eingöngu verið með þennan rekstur,“ sagði Bene- dikt í samtali við Ægi. „Frá því á haustin og til vors erum við með bóklega kennslu en yfir sumarið er ég með verklega kennslu í skútusiglingum. Ég er sjálfur með skútu, sem er sérstaklega hönnuð til kennslu,“ sagði Bene- dikt. Mismunandi bakgrunnur Hér á landi eru tiltölulega fáar skútur, en hérlendir áhugamenn um skútusiglingar eiga þónokkr- ar skútur erlendis og sigla þeim yfir sumarmánuðina í t.d. Karab- íska hafinu eða Miðjarðarhafinu. „Sumir skútueigendur hafa aldrei áður farið til sjós og þurfa því að að byrja á byrjuninni, ef svo má segja. Aðrir eru vanir sjómenn og hafa grunnþekkinguna í sjó- mennsku. Þeir þurfa hins vegar að fá kennslu í notkun seglanna, því það er að sjálfsögðu eitt af lykilatriðunum í skútusiglingum að kunna skil á því hvernig á að beita seglunum. Nauðsynlegt er að menn taki tvö til þrjú nám- skeið, hvert þeirra er í um eina viku, til þess að menn nái færni í skútusiglingunum,“ sagði Bene- dikt. 60-70 manns sækja námskeið á hverju ári Eins og áður segir er Siglinga- skólinn einnig með námskeið fyr- ir þá sem hafa sjósókn að atvinnu. „Þar er um að ræða eigendur báta 30 rúmlestir og minni og sama námsefnið á við um eigendur svo- kallaðra skemmtibáta,“ segir Benedikt og bætir við að nám- skeið sem Siglingaskólinn bjóði upp á séu yfirleitt ljómandi vel sótt. „Núna er ég með námskeið í gangi og á því eru um 20 manns. Að jafnaði sækja 60-70 manns bóklegu námskeiðin á hverju ári og 30-40 manns verklegu nám- skeiðin,“ segir Benedikt. Á bóklegu námskeiðunum er m.a. lögð áhersla á siglingafræð- ina og siglingareglur - þ.e. um- ferðarreglur hafsins. „Síðan er mikið lagt upp kennslu í stöðug- leika skipa, ekki síst fyrir þá sem hafa atvinnu af sjósókn. Varðandi björgunar- og öryggismálin sækja menn síðan námskeið hjá Slysa- varnaskóla sjómanna.“ Hefði viljað fleiri konur á námskeið Benedikt segir að meirihluti þeirra sem sækir námskeið Sigl- ingaskólans sé á bilinu 30-40 ára. „Samkvæmt núgildandi reglum þarf fólk að lágmarki að vera 20 ára til þess að öðlast skipstjórnar- réttindi á allt að 30 tonna bátum. Það má koma fram að ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri konur sækja námskeiðin hjá okkur. Ég hef mest verið með fimm konur á einu námskeiði, en á námskeiðinu sem nú er í gangi, er til dæmis engin kona. Að sama skapi eru fáar konur sem sækja verklegu námskeiðin í siglingum. Við höf- um reynt að leggja áherslu á að siglingar séu fjölskyldusport og ég hef viljað halda því fram að nauðsynlegt sé að um borð í hverjum báti eða skútu séu tveir með þessa grunnmenntun. Það er tvímælalaust ákveðið öryggisat- riði ef eitthvað út af bregður,“ segir Benedikt. Siglingaskólinn hefur verið rekinn í tæplega tuttugu ár: Fjölbreytt námskeið fyrir smábátaeigendur og skútufólk Frá árinu 1984 hefur Benedikt H. Alfonsson starfrækt Siglingaskólann í Reykjavík þar sem smábátaeigendum og áhugafólki um skútusigl- ingar gefst kostur á að afla sér nauðsynlegrar þekkingar á siglingafræði og öðru því er við- kemur stjórnun minni báta. Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri og eigandi Siglingaskólans í Reykjavík. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.