Ægir - 01.01.2003, Síða 29
T Æ K N I Í S J Á VA R Ú T V E G I
29
Rækjulausnir
Hér á landi og erlendis hafa verið
þróaðar svokallaðar rækjulausnir
frá 3X-Stáli. Um er að ræða
hönnun, smíði og uppsetningu á
ýmsum tæknibúnaði sem þarf í
sjálfvirka rækjuvinnslu. 3X-Stál
hefur látið verulega að sér kveða í
nýjungum í rækjuvinnslunni hér
á landi og þá er athyglisvert að í
t.d. Kanada hefur 3X-Stál sterka
stöðu, þar í landi hafa tækni-
lausnir frá fyrirtækinu gegnt lyk-
ilhlutverki í uppbyggingu nú-
tíma tæknivæddra rækjuverk-
smiðja.
Stór samningur við Fishery
Products
Í janúar var tilkynnt að 3X-Stál
hefði samið við Fishery Products
International um hönnun og
smíði búnaðar vegna endurbygg-
ingar tveggja rækjuverksmiðja
fyrirtækisins á Nýfundnalandi.
Þetta er stór samningur sem Jó-
hann Jónsson, framkvæmdastjóri
3X-Stáls, segir að hafi mikla þýð-
ingu fyrir fyrirtækið. „Samning-
urinn tryggir okkur mjög góða
verkefnastöðu til vors,“ segir
hann og lýsir mikilli ánægju með
að þessir samningar hafi tekist.
„Frá árinu 1998 höfum við verið
að styrkja stöðu okkar í tækni-
lausnum fyrir rækjuiðnaðinn í
Kanada og eitt hefur leitt af öðru.
Fyrir utan þennan nýja samning
við Fishery Products höfum við
hannað lausnir og smíðað fyrir sex
rækjuverksmiðjur í Kanada, sem
er tæpur helmingur rækjuverk-
smiðja á Nýfundnalandi, í
Labrador og Nova Scotia. Okkar
lausnir hafa líkað vel og það er
besta auglýsingin. Það hefur líka
mikið að segja að við höfum um
nokkurt skeið verið með starfsemi
á okkar vegum í St. Johns á Ný-
fundnalandi, sem lýtur að mark-
aðsstarfi og þjónustu við okkar
viðskiptavini. Þessi starfsemi
vestra er okkur tvímælalaust
mjög mikilvæg,“ segir Jóhann og
bætir við að markaðsskrifstofan,
sem ber nafn 3X-Stáls, sé einnig
mikilvæg vegna veiða hérlendra
rækjufrystiskipa á Flæmska hatt-
inum.
Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki
í Kanada
Fishery Products, sem reyndar er
að 15% í eigu Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, er stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki Kanada með
fjölþættan rekstur. Til marks um
það selur fyrirtækið um 60% af
allri rækjuframleiðslu verksmiðja
á Nýfundnalandi og er stærsti
markaðurinn í Bandaríkjunum.
Samningurinn við 3X-Stál, felur í
sér endurhönnun á þessum tveim-
ur rækjuverksmiðjum, þ.m.t.
lausnir varðandi móttöku rækj-
unnar, flutning hennar og hreins-
un. „Þá erum við ráðgefandi um
val á tækjabúnaði inn í verk-
smiðjuna í samráði við eigendur
og kemur hann frá okkur og fleiri
framleiðendum.“
Hér má sjá yfirlitsmynd af karalausn 3X-Stáls - heildarlausn sem er sniðin af
þörfum hvers og eins. Mjög athyglisverð hönnun, sem hefur slegið í gegn.
Hér má sjá fiskiker skríða út úr karaþvottavél, sem 3X-Stál hefur hannað og
smíðað.
Þessi vél kallast skammtavog og er hluti af pökkunarlínu. Tæknibúnaður 3X-
Stáls er í stöðugri þróun og á ári hverju koma á markaðinn um 10 nýjar
vörutegundir.
Skelblásari - hluti af vinnslubúnaði 3X-Stáls fyrir rækjuvinnslu.