Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2003, Side 31

Ægir - 01.01.2003, Side 31
31 F R É T T I R Nokkuð góðar horfur á bol- fiskmörkuðum Greiningardeild Kaupþings segir að horfurnar á bolfiskmörkuðun- um séu nokkuð góðar um þessar mundir. Í Bandaríkjunum hefur verð að vísu gefið eftir á undan- förnum mánuðum, en almennt er búist við bærilegum stöðugleika á þessu ári. Líklegt er þó talið að verð á sjófrystum þorskflökum hækki í Bandaríkjunum á kom- andi mánuðum vegna lítils fram- boðs og góðrar eftirspurnar, en sjófrystu flökin lækkuðu töluvert í verði á síðasta ári. Í Bretlandi hefur verð á sjó- frystum afurðum einnig verið að hækka. Þó er þrýstingur á verð- lækkun á ýsu vegna mikils fram- boðs. Í Rússlandi er öflugur markað- ur fyrir bolfiskafurðir og horfurn- ar því nokkuð góðar. „Í heildina litið geta framleiðendur bolfiskaf- urða því unað vel við sitt næstu mánuði enda fátt sem bendir til verulegra verðlækkana á helstu mörkuðum,“ segir í spá greining- ardeildar Kaupþings. Saltfiskurinn réttir úr kútnum Verð á saltfiski hefur aftur verið að þokast upp, eftir nokkurt verð- fall á síðasta ári, en í kjölfar þess dróst framleiðslan nokkuð saman og það hefur aftur ýtt undir verð- hækkanir að undanförnu. „Hvað framhaldið varðar að lokinni jóla- vertíð ræður framboð miklu. Lé- leg veiði og lítil framleiðsla getur haft neikvæð áhrif, sér í lagi á þeim mörkuðum þar sem salan er mest fyrir páska eins og í Grikk- landi og á Spáni.“ Mjöl og lýsi Loðnuvertíðin hefur sem kunnugt er farið vel af stað og ef svo held- ur áfram verður vertíðin mjög góð. Afurðaverð hefur verið nokk- uð stöðugt á síðustu mánuðum, bæði í mjöli og lýsi. „Þróun veiða í Perú hefur þó mikil áhrif á heimsmarkaðsverð,“ segir grein- ingardeild Kaupþings. „Áhrifa El Nino er þegar tekið að gæta syðra enda þótt áhrifin séu enn takmörkuð á fiskveiðarnar. Það gæti þó breyst á næstu mánuð- um. Markaðsaðstæður er því ekki hvetjandi fyrir kaupendur. Ólík- legt er að verð hækki mikið frá því sem nú er og því ekki mikil áhætta fólgin í því að bíða með kaup. Horfur skýrast á næstu vik- um en ljóst er að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski ríða ekki feitum hesti frá síðasta hausti en vetrar- vertíðin lyftir afkomunni væntan- lega upp.“ Áfram erfitt í rækjunni? Útgerðir rækjuskipa hafa átt í nokkrum erfiðleikum á undan- förnum árum vegna lágs afurða- verðs. Ljóst er að rækjuiðnaðurinn mun enn um sinn eiga við erfið- leika að etja, að mati greiningar- deildar Kaupþings. „Engar eða litlar birgðir eru til af smárri rækju en hins vegar töluverðar birgðir af stórri rækju. Verðið á smáu rækjunni lækk- aði mikið í upphafi árs og segja má að birgðirnar hafi verið þurrk- aðar út. Því er töluverður þrýst- ingur á framleiðendur að lækka verð á stórri rækju. Ekki er ólík- legt að verð fari að gefa þar eftir hvað úr hverju og ekki er það vænlegt fyrir iðnaðinn. Í raun má velta því fyrir sér hvort afurðaverð sé ekki orðið svo lágt að of dýrt sé að sækja rækjuna. Það er því flest sem bendir til þess að rækjuiðnaðurinn komi til með að búa við erfiðar aðstæður eitthvað áfram og lítið ljós í myrkrinu þar á bæ. Þar má þó helst nefna að með fækkun fram- leiðenda verða færri um hitun- ina.“ Fyrir nokkrum dögum birti greiningardeild Kaupþings athyglisverða samantekt á stöðu sjávarútvegsins á þessum fyrstu vikum ársins 2003 og hverjar horfurnar væru fyrir þetta ár. Meðal annars er fjallað um stöðuna á helstu mörkuðum okkar fyrir sjávarafurðir. Greiningardeild Kaupþings spáir í spilin: Bærilegar horfur á mörkuð- unum á þessu ári Almennt er gert ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika á mörkuðum fyrir uppsjávarafurð- ir - mjöl og lýsi.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.