Ægir - 01.01.2003, Síða 36
36
Þ O R S K E L D I S DA G U R I N N Á A K U R E Y R I
Styrkleikar og veikleikar
Guðbrandur segir vissulega að Ís-
lendingar standi að sumu leyti
sterkt varðandi uppbyggingu
þorskeldis, en einnig séu þar
veikleikar. Styrkleikar Íslands í
þorskeldi felist m.a. í arðsömum
sjávarútvegi og þekking og
reynsla fari vaxandi. Þá nefnir
hann að hér á landi séu öflug
markaðsfyrirtæki sem hafi yfir
mikilli þekkingu að ráða til þess
að markaðssetja eldisþorsk. Hins
vegar segir Guðbrandur alveg
ljóst að veikleikarnir felist m.a. í
lítilli fiskeldisþekkingu og einnig
sé Ísland tiltölulega langt frá
mörkuðunum. Þá nefnir hann að
ekki megi horfa framhjá ógnum
sem stafi af köldum sjó, óstöðugu
veðurfari, öldulagi og möguleg-
um hafís og lagnaðarís.
Þarf samstillt átak
margra aðila
„Í þorskeldinu tel ég að við þurf-
um sterka markaðstengingu og
við þurfum að átta okkur á því
hvaða áhrif aukið framboð hefur á
verð. Það er líka umhugsunarefni
að til þess að búa til nýja eldis-
tegund eins og þorsk þurfa til að
koma 1,8 til 2 milljarðar króna.
Þetta eru miklir peningar sem
tæplega verða reiddir fram af einu
fyrirtæki, heldur þarf samstillt
átak fyrirtækja, fjárfesta og ríkis-
valdsins,“ segir Guðbrandur. „Það
sem skiptir miklu máli til þess að
þorskeldið verði eitthvað meira
en hugmyndin ein er að stóru fyr-
irtækin og aðrir aðilar í sjávarút-
vegi hafii áhuga á þorskeldinu og
trúi á það. Trú á verkefninu er
forsenda þess að fjárfestar komi að
því. Ef hún er hins vegar ekki til
staðar er þorskeldisverkefninu
sjálfhætt.“
Að halda stöðu okkar á
mörkuðum
„Ég tel að við eigum að taka virk-
an þátt í þorskeldi til þess að
halda stöðu okkar á helstu mörk-
uðunum. Til þess að það geti orð-
ið þurfum við samkeppnishæft
eldi og við verðum að vera vak-
andi yfir því að skoða kerfisbund-
ið aðrar tegundir sem henta í eldi
hér á landi,“ segir Guðrandur
Sigurðsson.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims og ÚA:
Lykilatriði að hafa trú
á verkefninu
„Í mínum huga er stóra tækifærið í þorskeldi sú staðreynd að við erum
að fiska verulegt magn af uppsjávarfiski sem hentar vel til mjöl- og lýs-
isframleiðslu. Verðmæti þessara afurða eru í dag um 19 milljarðar
króna. Þessar uppsjávarafurðir gætu nýst í fóður til þess að framleiða
um 400 þúsund tonn af þorski í eldi. Verðmæti þess massa gætu verið
yfir 70 milljarðar króna og virðisaukinn yfir 50 milljarðar króna. Þó svo
að þetta sé mjög einfölduð mynd, þá tel ég að í þessu liggi okkar stóra
tækifæri því hér erum við að tala um verulega verðmæta- og atvinnu-
sköpun,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims - sjáv-
arútvegssviðs Eimskipafélagsins og ÚA.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims og ÚA.