Ægir - 01.01.2003, Síða 47
47
Öflugur „infrastrúktúr“
Þróun í þorskeldi er í fullum
gangi hér á landi eins og í Nor-
egi. Norðmenn eru þó greinilega
komnir töluvert lengra í þessu
ferli en Íslendingar sem sést best
á því að í Noregi voru á síðasta
ári framleidd hátt í þrjár milljón-
ir seiða samanborið við nokkur
þúsund seiði á vegum Hafró í
Grindavík. Þarna er ekki saman
að jafna. Reynsla Norðmanna í
marga undanfarna áratugi af öfl-
ugu fiskeldi mun einnig nýtast
þeim vel í uppbyggingu þorsk-
eldisins þar í landi. „Það er ekki
hægt að líkja umhverfinu í fisk-
eldinu hér í Noregi saman við
það sem við þekkjum heima á Ís-
landi. „Hér er allur
„infrastrúktúr“ í þessari grein
mun þróaðri en heima, ekki síst
þegar kemur að matfiskeldinu.
Ég hef trú á því að hér geti menn
fljótlega leyst ákveðin vandamál
við seiðaeldið og síðan tekur mat-
fiskeldið við, þar sem Norðmenn
eru á heimavelli, svo fremi sem
markaðsaðstæður fyrir þorskinn
verði viðunandi,“ segir Ólafur.
Þorskurinn tegund
framtíðarinnar?
Mikil umræða er þessa mánuðina
í norskum fjölmiðlum um þorsk-
eldið, margir eru á þeirri skoðun
að þorskurinn sé sú tegund sem
Norðmenn eigi og komi til með
að leggja áherslu á næstu árin.
„Það gengur illa í hefðbundnum
sjávarútvegi í Noregi eins og er
og á síðasta ári fékkst frekar lágt
verð fyrir laxinn. Þetta kann að
hafa einhver neikvæð áhrif í þess-
ari uppbyggingu í þorskeldinu,
en ég get ekki merkt að það sé að
finna neinn bilbug á mönnum,“
segir Ólafur, sem var ráðinn til að
byrja með til eins árs sem fram-
kvæmdastjóri Troms Marine.
Hann segist kunna vel við sig í
þessu starfi, með byggingu hinn-
ar nýju stöðvar gjörbreytist að-
stæður til hins betra og margt
mjög áhugavert sé framundan í
uppbyggingu fyrirtækisins.
Kann vel við sig í Tromsö
Ólafur segist kunna því ágætlega
að búa í Tromsö, þrátt fyrir að
dagsbirtan sé þar heldur skamm-
vinn á þessum tíma árs, enda er
Tromsö langt fyrir norðan Ísland.
„Hér er staðviðrasamt, það snjóar
í logni með froststillum. Þetta er
prýðisgott vetrarveður.“
Umhverfi í Tromsö til þess að
byggja upp nýjan atvinnuveg í
fiskeldi sem þorskseiðaeldi vissu-
lega er, segir Ólafur að sé mjög
gott. Í borginni er eins og kunn-
ugt er öflugur sjávarútvegsháskóli
og sömuleiðis er norska hafrann-
sóknastofnunin með öfluga starf-
semi þar. Það eru því hæg heima-
tökin að eiga gott samstarf við
vísindamenn sem þarna vinna.
„Þetta er auðvitað mjög stórt og
spennandi verkefni,“ segir Ólafur.
5-6 þúsund tonn af eldis-
þorski eftir tvö ár
Með því að leika sér með tölur má
skjóta á að þrjár milljónir
þorskseiða á þessu ári geti gefið af
sér um 9 þúsund tonn eftir tvö ár.
Talan verður þó vart hærri en 5-6
þúsund tonn, miðað við eðlileg
afföll. Engu að síður er þetta
nokkuð öflug byrjun hjá Norð-
mönnum og menn eru bjartsýnir
á að þeir nái ágætis tökum á
seiðaframleiðslunni fyrr en síðar,
sem aftur er grunnurinn að öfl-
ugu matfiskeldi í framtíðinni.
Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Troms Marine Yngel í Noregi.
„Það er ekki hægt að líkja umhverfinu í fiskeldinu hér í Noregi saman við það sem við
þekkjum heima á Íslandi. „Hér er allur „infrastrúktúr“ í þessari grein mun þróaðri en
heima.“