Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Síða 49

Ægir - 01.01.2003, Síða 49
49 Sá klóki - Þú ert búinn að drekka allt of mikið öll árin sem við höfum verið gift. Nú er kominn tími til að þú setjir tappann í flöskuna. Það er aldrei of seint að hætta. - Það er nú einmitt það sem ég veit! ansaði maðurinn. Eðlileg viðbrögð Tveir félagar komu sér saman um að fara í algjört bindindi hvað kvenfólk snerti. Þeir ákváðu að fara til Græn- lands og leggjast út og veiða í þrjá mánuði. Þeir komu inn í kaupmannsbúðina, pöntuðu vistir og skotfæri til þriggja mánaða og fóru svo út að sjá sig um meðan þeir biðu eftir pöntuninni. Þeg- ar þeir komu aftur var kaupmaðurinn búinn að setja vörurnar í tvo kassa. Ofan á góssinu í hvorum kassa lá lítið bretti sem á var gat með loðskinni í kring. Félagarnir litu steinhissa á kaup- manninn og spurðu hvað þeir ættu eig- inlega að gera með þetta; það hefði ekki verið í pöntuninni. - Þessi bretti, sagði kaupmaðurinn, - notið þið þegar kvenmannsleysið er að gera út af við ykkur. - Það kemur ekki til. Við lítum aldrei á kvenmann, sögðu báðir einum rómi. - Gott og vel, sagði kaupmaðurinn, - en takið samt brettin með til vonar og vara. Ef þið notið þau ekki þá fáið þið þau bara endurgreidd þegar þið komið til baka. Félagarnir fóru og segir nú ekki meira af þeim. Um sama leyti að ári kom maður inn í verslunina til kaupmannsins og pant- aði vistir og skotfæri til þriggja mán- aða. Kaupmanninum fannst hann kann- ast við hann og spurði: - Varst það ekki þú sem komst hérna fyrir ári að kaupa vistir og skotfæri? Það var annar maður með þér þá, var ekki svo? Jú, maðurinn viðurkenndi það. - En hvar er félagi þinn? spurði kaup- maðurinn. - Ég skaut hann, - kom að honum í rúminu með brettinu mínu! Eitt vantaði Maggi múrari varð lasinn og fór til læknis. - Ég er svo þrútinn á fótunum. - Það er vatn, sagði læknirinn. - Ég finn svo til í mjóhryggnum. - Það er sandur, sagði læknirinn. - Ég er líka orðinn svo gleyminn. - Það er kalk, sagði læknirinn. - Æi, jæja, já, andvarpaði Maggi, þá vantar víst bara stillansinn! Þegar neyðin er stærst ... Hjónakornin þau Jón og Jóna voru ný- lega sofnuð. Skyndilega vaknar Jón með hljóðum og stuttu síðar Jóna með enn meiri hljóðum. - Elskan mín, sagði Jón, mig dreymdi alveg skelfilegan draum. Mig dreymdi að ég hrapaði fram af klettum, en svo náði ég góðu taki á svolitlum grasbrúsk og til allrar guðslukku gat ég stöðvað mig. - Jæja, sagði Jóna, - fyrst þú ert nú búinn að bjarga eigin skinni gætirðu kannski sleppt grasbrúskinum því þetta er svo fjandi sárt! Versti hrekkurinn Brúðkaupsdagurinn var ákveðinn og þrír vinir brúðgumans, trésmiður, raf- virki og tannlæknir, voru að ræða um það sín á milli hvaða grikk þeir gætu gert brúðhjónunum á brúðkaupsnótt- ina. Trésmiðurinn taldi að ef hann sagaði næstum sundur eina löppina undir hjónarúminu þá myndu þeir hafa eitt- hvað að hlæja að lengi á eftir. Rafvirk- inn ákvað að leiða rafmagn í hurðar- húninn en tannlæknirinn vildi ekki gefa upp hvað hann hefði í hyggju; sagði aðeins að það myndi seint eða aldrei gleymast. Brúðkaupsdagurinn rann upp með tilheyrandi veisluhöldum. Nokkrum dögum síðar fengu félagarnir þrír þetta bréf: Kæru vinir! Það gerði ekkert til þótt söguð væri ein löppin undan hjónarúminu og bara gaman að fá svolítið stuð úr hurðarhún- inum, en ég get sagt ykkur það að nái ég í þann sem setti staðdeyfilyf í vasel- ínið þá lem ég hann í klessu! Örugglega dauður Tveir félagar voru á gæsaveiðum. Annar þeirra hrasaði og datt og rak um leið höfuðið í stein og rotaðist. Hinn kom að og gat ekki fundið að hann andaði. Hann fálmar eftir gemsanum, hringir í neyðarnúmerið og segir óðamála við þann sem svarar: - Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera? Röddin á neyðarlínunni: - Vertu bara rólegur, ég skal hjálpa þér. Fyrst skul- um við ganga úr skugga um að hann sé í raun og veru dáinn. Stutt þögn. Síðan heyrist skot. Veiði- maðurinn kemur aftur í símann: - Ókey, og hvað svo?!? Einum færra Kiddi var í fermingarundirbúningi hjá prestinum. Hann gat með engu móti munað hversu margir ættfeður Ísraels voru og hvað þeir hétu. - Sjáðu nú til, sagði presturinn, - hvað eru margir nautkálfar heima hjá þér? - Þrír. - Gott, sagði prestur. Þá segjum við að einn kálfurinn heiti Abraham, annar Ísak og sá þriðji Jakob. Þegar búið var að setja ættfeðurna í þetta samhengi mundi Pétur þá auð- veldlega. Næsta sunnudag var fermt og röðin kemur að Pétri að svara spurningu prestsins: - Hvað voru ættfeður Ísraels margir? - Tveir. - En Pétur minn, vorum við ekki sammála um það í síðustu viku að þeir væru þrír? - Jú, sagði Pétur, - en sjáðu til, pabbi slátraði Ísak! Það var venjan ... Pabbi var á spítala í fyrsta sinn og mamma kom í heimsókn með börnin fimm. Þegar þau voru að fara spyr elsti guttinn, sex ára: - Fáum við ekki að sjá barnið? Gæti verið lögfræðingur Réttarlæknirinn var kominn í vitna- stúkuna í réttinum og verjandinn gekk til hans. - Nú ætla ég að spyrja þig nokkurra spurninga, sagði verjandinn, tókstu púls mannsins áður en þú skrifaðir dán- arvottorðið? - Nei, svaraði læknirinn. - Nú, ekki það, sagði verjandinn og leit ábúðarfullur til kviðdómenda. - En hlustaðirðu eftir hjartslætti? - Nei, ég gerði það ekki, svaraði læknirinn. - Jæja, ekki það, sagði verjandinn og leit sigri hrósandi til kviðdómenda, - en þú hefur þó athugað hvort hann and- aði? - Nei, ég gerði það nú ekki heldur. - Læknir, sagði verjandinn, skrifað- irðu virkilega dánarvottorðið án þess að ganga úr skugga um hvort maðurinn væri látinn? - Ja, það má víst orða það svo. Heili mannsins var í glerkrukku á borðinu og það er auðvitað ekki hægt að útiloka að skrokkurinn hafi verið annars staðar við lögfræðistörf! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.