Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 50

Ægir - 01.01.2003, Qupperneq 50
50 F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N Langreyður er næststærst allra hvala, aðeins steypireyður er stærri. Langreyður getur orðið allt að 18 til 22 m á lengd og vegur þá 40 til 70 tonn. Hún er með nokkuð stóran haus og mjókkar aftur. Munnvik- in ná aftur fyrir augun, sem eru smá, og undir munnvikunum eru húð- fellingar sem ná langt aftur á kviðinn. Í munni hennar hanga 600 til 700 skíði úr efri skolti. Bægslin eru fremur lítil, rétt aftan við augun. Langreyðurin er dökkgrá á baki en hvít á kviði. Elsta aldursgreinda langreyðurin sem hér hefur veiðst var 94 ára gamall tarfur. Heimahag- ar langreyðanna er í suðurhöfum en hún ferðast mikið á milli Íslands og Austur-Grænlands yfir sumartímann í fæðuleit. Aðalfæða hennar eru ýmis svifkrabbadýr, en hún étur einnig lítillega af uppsjávarfiski, loðnu og sílategundum. Dýrin dvelja hér við land fram í október en þá er aftur haldið suður til vetrarstöðvanna. Meðganga langreyða er um 11 mánuðir og fylgir kálfurinn kúnni í 6 til 7 mánuði og nærist á feitri móðurmjólkinni. Þegar komið er á fæðuslóðir er hann svo vaninn und- ir og er þá þegar orðinn um 10 til 15 tonn. Sjaldan eignast kýr kálf nema annað hvort ár en þó eru þess dæmi um að kýr beri tvö ár í röð. Áætlað er að langreyðastofninn sem er við Ísland, Austur-Grænland og Jan Mayen sé um 19 þúsund dýr. Á árunum 1948 til 1985 voru veiddar að meðaltali um 240 langreyðar á ári hér við land. Blálanga er mjög langur og afturmjór beinfiskur með sívalan bol og meðalstóran haus. Augun eru stór, bolurinn er fremur stuttur en stirtl- an löng. Kjafturinn er stór og neðri skoltur framar en sá efri. Smár skeggbroddur hangir neðan á hökunni. Bakuggar eru tveir, sá fremri stuttur en sá aftari mjög langur og nær frá miðjum bol allt aftur að sporðblöðku sem er aðeins bogadregin fyrir endann. Raufaruggi er einnig langur, örlítið styttri en bakuggi þó. Eyruggar eru meðalstórir en kviðuggar aðeins smærri og liggja framan við eyrugga. Hreistur er smátt og rákin greinileg. Blálanga er dökkgrá að ofan og á hliðum en ljósgrá að neðan og yfir henni er bláleitur bronsgljái. Hún getur orðið meira en 150 cm á lengd og lengsta blálanga sem veiðst hefur hér við land mældist 153 cm. Algengust er blálangan þó um 70-110 cm á lengd og 2-7 kg. Blálanga er í Norðaustur-Atlantshafi frá Svalbarða og Norður-Nor- egi suður með ströndum Noregs til Skagerak og Kattegat og til Bret- landseyja, Biskajaflóa, Spánar og Portúgals, Norðvestur-Afríku og inn í Miðjarðarhaf. Hún er við Færeyjar og Ísland og við sunnanvert Græn- land. Blálanga er allt í kringum Ísland en mest er þó af henni undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi frá suðausturmiðum vestur á Græn- landssund en minna er um hana norðan- og austanlands. Blálanga er botnfiskur sem lifir á 130-1500 metra dýpi. Fullorðin blálanga veiðist sjaldan grynnra en á 200 metrum. Ungu fiskarnir halda sig grynnra. Fæða blálöngu er meðal annars karfi, keila, bláriddari og laxsíld. Einnig étur hún krabbadýr, slöngustjörnur og fleiri botndýr. Á Íslandsmiðum fer hrygning blálöngunnar fram í febrúar til apríl með hámarki í mars í 5-8°C heitum sjó. Aðal hrygningarsvæðin eru suður af Vestmannaeyjum og við fiskveiðimörkin á Reykjaneshrygg. Egg hennar eru mjög smá, 1,3-1,5 mm í þvermál og sviflæg. Þau klekjast út í efri lögum sjávar og berast bæði egg, lirfur og síðan seiði um langan veg með hafstraumnum vestur og norður. Um 8-10 cm löng leita seiðin til botns, í ágúst til september. Hængarnir eru kyn- þroska um 6 ára aldur og hafa þá náð um 80 cm lengd en hrygnurnar verða kynþroska eitthvað seinna. Talið er að blálanga geti orðið meira en 20 ára gömul. Helstu veiðiþjóðir blálöngu eru Frakkar, Þjóðverjar og Færeyingar. Hún er einkum veidd í botnvörpu sem aukaafli með karfa. Íslendingar hafa aukið veiðarnar á seinni árum en stofn blálöng- unnar hefur farið minnkandi að undanförnu og hefur aflinn hér verið undir 2.000 tonnum síðustu árin. Balaenoptera physalurs Langreyður

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.