Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2003, Page 13

Ægir - 01.09.2003, Page 13
13 L A N D H E L G I N misst áhugann á eynni. Engu að síður sé hún afar athyglisvert fyr- irbæri í margvíslegum skilningi. „Kolbeinsey hefur stöðugt verið að minnka. Fyrsti vísindalegi leiðangurinn var gerður út í Kol- beinsey árið 1616 og þá var hún mæld rösklega 600 metra löng. Síðan hefur stöðugt brotnað úr eynni,“ segir Árni. Í þessum leið- angri 1616, sem Guðbrandur biskup Þorláksson mun hafa haft frumkvæði að, var eyjan mæld um eitthundruð metra breið. Árið 1962 var gerður út leið- angur að Kolbeinsey á varðskip- inu Alberti og eyjan mæld. Þá reyndist hún vera 52 metrar N-S og 35,5 metrar A-V og hæðin 7,5 metrar. „Ég fór út í Kolbeinsey þegar þyrlupallurinn var steyptur og þá var smáklettur skammt frá pallin- um hæsti punktur eyjarinnar. En skömmu síðar hvarf hann í hafið og því hygg ég að þyrlupallurinn sé núna hæsti punkturinn,“ segir Árni. 5-10 þúsund ára gömul Talið er að Kolbeinsey sé 5- 10.000 ára gömul og segir Árni að til samanburðar sé hún mun yngri en t.d. Grímsey. Eyjan er á virku eldstöðva- og sprungubelti syðst á svokölluðum Kolbeinseyj- arhrygg. Á þessum slóðum hafa orðið eldgos á sögulegum tíma, t.d. eru á fjórtándu öld munn- mælasögur úr Grímsey og Fljót- um um reyk, sem væntanlega hefur verið gosmökkur. „Kol- beinsey gæti hafa myndast í eld- gosi fyrir kannski tíu þúsund árum og í stórum dráttum má segja að hún hafi myndast á svip- aðan hátt og Surtsey,“ segir Árni. Horfin innan tveggja áratuga? Í grein sem Árni Hjartarson og Kristján Sæmundsson rituðu um Kolbeinsey árið 1994 segir orð- rétt: „Á 20. öld hefur eyjan minnkað ört, einkum virðist hún hafa beðið mikið afhroð einhvern tíma á árunum milli 1900 og 1930. Vitað er að frá 1986 hefur hún minnkað að mun, t.d. urðu menn varir við umtalsverðar breytingar á henni veturinn 1992-1993,“ segja greinarhöf- undar og bæta við að út frá fyrir- liggjandi gögnum megi ætla að Kolbeinsey verði með öllu horfin um miðja þessa öld fái náttúran að fara sínu fram. Árni segir að hann hafi einhvern tímann sýnt þróun Kolbeinseyjar á myndræn- an hátt og þá hafi línulaga þróun bent til þess að Kolbeinsey kunni að hverfa með öllu um 2020. Þrátt fyrir að Kolbeinsey sé ekki lengur jafn áhugaverð fyrir íslensk siglingayfirvöld, er það þó svo að hún er ekki með öllu gleymd. Þannig hafa þýskir vís- indamenn spurst nýverið fyrir um þann möguleika að koma þar upp jarðskjálftamæli. Miðað við hversu hratt Kolbeinsey hefur minnkað síðustu áratugina er þó heldur ósennilegt að af uppsetn- ingu slíkra mælitækja á Kol- beinsey verði í bráð. Þyrlupallurinn var steyptur þann 22. júlí 1989 og þá voru meðfylgjandi myndir teknar. Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi samgönguráðherra, og Atli Rúnar Halldórs- son, þáverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins, brugðu sér út í Kolbeinsey aðfaranótt 22. júlí 1989 til þess að sjá þessar sögulegu framkvæmdir með eigin augum. Þeir þremenningar flugu til Grímseyjar og þaðan fóru þeir með trillu norður í Kolbeinsey. Léttklæddir verkamenn að slá upp fyrir þyrlupallinum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.