Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Síða 19

Ægir - 01.09.2003, Síða 19
19 E Y J A F J Ö R Ð U R „Að sjálfsögðu skiptir það trillukarla á þessu svæði miklu máli að línuívilnun verði tekin upp. Hún myndi treysta stoðir hjá þeim sjómönnum sem stunda línuveiðar,“ segir Pétur Sigurðsson á Árskógssandi, formaður Kletts - félags smá- bátaeigenda á Norðurlandi eystra. „Við áttum fundi með félögum í Kletti um þetta mál í september og þar kom skýrt fram að menn leggja mikla áherslu á að stjórn- völd standi við gefin fyrirheit um línuívilnunina, en jafnframt eru menn því algjörlega andvígir að á móti verði byggðakvótinn skert- ur,“ segir Pétur, en á þessu svæði hefur byggðakvóti komið í hlut fimm byggðarlaga á starfsvæði Kletts; Hríseyjar, Grímseyjar, Ólafsfjarðar, Litla-Árskógssands og Húsavíkur. „Það er nokkuð ljóst að línuívilnun myndi gagn- ast best þeim bátum sem eru í heilsársútgerð. Eins og er gæti ég trúað því að á bilinu 20 til 30 línuveiðibátar séu á þessu svæði.“ Fjögur þúsund tonn Útvegsmannafélög um allt land hafa flest ef ekki öll sent frá sér ályktanir þar sem því er harðlega mótmælt að línuívilnun smábáta verði tekin upp og minnt á að hún hljóti að vera ávísun á að enn eina ferðina eigi að taka kvóta af stærri útgerðum og færa smábát- unum á silfurfati. Pétur Sigurðs- son segir ekki vilja smábáta- manna í Kletti að aflaheimildir verði færðar frá stærri útgerðun- um. „Við erum sama sinnis og Landssamband smábátaeigenda að hér þurfi að koma til viðbótar- heimildir í þorski. Miðað við að dagróðrabátarnir hafa verið að veiða um tuttugu þúsund tonn á undanförnum árum, væri hér ver- ið að tala um fjögur þúsund tonna viðbót í aflaheimildum,“ segir Pétur. Að bæta hag línuveiðibáta Spurningunni um réttlætið í því að koma á slíkri ívilnun til línu- veiðibáta, segir Pétur Sigurðsson að á undanförnum árum hafi verið þrengt gífurlega að þessum út- gerðarhópi og menn vilji einfald- lega sjá að mál þeirra verði leið- rétt. „Þetta mál hefur lengi verið í undirbúningi og það er í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar. Raunar veit ég ekki betur en allir stjórnmálaflokkar hafi í raun samþykkt að taka skyldi upp línutvöföldun og í raun sé bara eftir að hrinda málinu í fram- kvæmd. Ég á því erfitt með að skilja af hverju málið hefur farið í þann farveg að undanförnu sem raun ber vitni. Ég hef reyndar á tilfinningunni að sjávarútvegsráð- herra sé persónulega á móti mál- inu og tefji það eins og hann get- ur. Það er eins og hann hafi skyndilega orðið fyrir miklum þrýstingi í að setja sig upp á móti málinu. Engu að síður erum við bjartsýnir á að línutvöföldunin nái fram að ganga, enda liggja fyrir ályktanir stjórnarflokkanna í þá veru,“ segir Pétur. „Rjúkandi rúst með atvinnu- lausa íbúa“ Hríseyingar ályktuðu um þetta mál í september og sendu stjórn- völdum. Þar er skorað á þau að fylgja eftir samþykktum stjórnar- flokkanna og standa við að taka upp línuívilnunina. Í ályktuninni segir m.a.: „Löngu er tímabært að styðja af alvöru við hinar dreifðu byggðir víða um land, sem orðið hafa fyrir barðinu á stórum fyrir- tækjum, sem slegið hafa eign sinni á veiðiréttinn, sameign þjóðarinnar, og fært hann til milli staða eftir eigin geðþótta í nafni hagræðingar. Afleiðingin er sú, að hvert byggðarlagið á fætur öðru verður sem rjúkandi rúst með at- vinnulausa íbúa og verðlausar eignir. Hinir sömu aðilar hafna síðan öllum úrbótum til handa strandbyggðum með þeim rökum að verið sé taka af þeim þeirra eign.“ Fiskurinn leitar á djúpslóð Pétur segir að aflabrögð á grunn- slóð hafi verið lélegri í Eyjafirði sl. sumar en undanfarin sumur. „Þó er kannski ekki rétt að miða við undanfarin tvö sumur sem hafa verið óvenju góð á þessu svæði. En við verðum varir við að minna er af fiski á grunnslóð, það virðist vera að hann hafi leitað dýpra í kaldari sjó. Það er ekki ósennilegt að hlýnandi sjór hafi breytt mynstrinu í fiskigengd á grunnslóð,“ segir Pétur Sigurðs- son. Formaður Kletts - félags smábátaeigenda á Norðurlandi eystra: Erum bjartsýn- ir á línu- tvöföldun „Við verðum varir við að minna er af fiski á grunnslóð, það virðist vera að hann hafi leitað dýpra í kaldari sjó.“ Myndin er tekin í Dalvíkurhöfn.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.