Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2004, Side 5

Ægir - 01.01.2004, Side 5
MCD mjúkræsar fyrir rafmótora M C D A 4 Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is Stærðir frá 7,5 kW til 800 kW Kynnið ykkur kosti og verð MCD mjúkræsanna frá Danfoss Gæði - Öryggi - Þjónusta Vitum vel hvað við erum að gera „Auðvitað er þetta hátt verð, en verðmatið fer eftir því hvaða for- sendur menn gefa sér og hvaða arðsemiskröfur menn gera. Við telj- um okkur vita vel hvað við erum að gera. Það sem ræður miklu í slíkri fjárfestingu er hvernig hún er fjármögnuð. Við teljum að við höfum fengið þetta dæmi vel fjármagnað, sem þýðir að við þurfum ekki að skila eins miklu út úr rekstrinum og ef fjármögnunin væri dýr og óhagstæð,“ segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður, í ítarlegu viðtali við Ægi þar sem m.a. er rætt um kaup þeirra Rifs-feðga á Útgerðarfélagi Akureyringa. Vinir sjófarenda en ekki óvinir „Ég geri mér ljóst að margir líta á Rannsóknarnefnd sjóslysa sem einskonar lögreglu- vald og að vissu leyti óvin. Þetta er mikill misskilningur og er að mínu mati liður í þeirri röngu mynd sem menn hafa af starfi nefndarinnar. Með lögunum sem sett voru í september 2000 var Rannsóknarnefnd sjóslysa markaður rammi sem sjálfstæður rannsóknaaðili, óháður ákæruvaldi og dómstólum,“ segir Jón A. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa. Ægir varpar ljósi á starf nefndarinnar. Fiskflök í undirkældu vinnsluferli „Þessi tækni gengur fyrst og fremst út á það að kæla hráefnið og ná þannig lengri líftíma á ferskri vöru og bæta meðhöndlun hennar. Það má segja að fyrsta hugsunin í þessari tækniþróun hafi verið að koma aukn- um styrk í flakið þannig að það þyldi vinnsluna betur. Með því að kæla flakið niður verður það stífara og þolir að vera roðdregið. Skurður í stíft flak verður mun beinni og á allan hátt betri,“ segir Sigurður Guðni Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skagans hf. í viðtali við Ægi um nýja aðferð við vinnslu á fiskflökum í undir- kældu vinnsluferli, sem Skaginn hefur verið að kynna að undanförnu. Nokkur óvissa um útflutning sjávarafurða „Sem kunnugt er voru Bandaríkin lengi vel okkar besti markaður fyrir fiskafurðir, en það hefur breyst á síðustu árum. Og gengi dollars hefur líka afgerandi áhrif, enda hefur gengi hans gagnvart íslensku krónunni ekki verið lægra í fimm ár en núna í upphafi árs. Það má því almennt segja að í ársbyrjun séu ýmsar blikur á lofti og óvissan í útflutningi sjávaraf- urða sé meiri en oft áður,“ segir Níels Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá vinnslu- og út- flutningsfyrirtækinu Trosi í Sandgerði. Vinir eikarbátanna á Húsavík „Okkur langaði að eignast eikarbát til þess hreinlega að varðveita hann. Við vissum að erlendis hafði mikið verið gert af því að gera upp og varð- veita slíka báta, en hér á landi var eins og öllum væri sama um þá,“ segir Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður-Siglingar á Húsavík, sem hefur gert upp fjóra sögufræga eikarbáta og gerir þá út á hvalaskoðun á Skjálfandaflóa. Handhægt endurlífgunartæki „Slysavarnaskóli sjómanna hefur fengið tæki frá okkur og ég vænti þess að leiðbeiningar um notkun þess verði settar inn í grunnnámskeið sjómanna. Endurlífgunarráð Íslands, sem starfar á vegum Landlæknisembættisins, hefur mælt með því að þetta tæki verði aðgengi- legt á sem flestum stórum vinnustöðum og þar sem margir koma saman,“ segir Arna A. Antonsdóttir hjá fyrirtækinu Inter í viðtali við Ægi, en fyrirtækið hefur sett á markað end- urlífgunartæki, sem Arna telur að verði komið í öllskip áður en langt um líður. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2003 kostar 6600 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 FÁ forsíðu blaðsins er Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins Tjalds og einn nýrra eigenda Útgerðarfélags Akureyringa. Myndina tók Óskar Þór Halldórsson. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 21 26 11 14 18 36

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.