Ægir - 01.01.2004, Page 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Sjávarútvegsárið 2004 hefur byrjað
fjörlega. Útvegsrisanum Brimi hefur
verið skipt upp, sumt í þeim viðskipt-
um kom nokkuð á óvart, annað ekki.
Mikilvægt er að nýjum eigendum
þriggja meginstoða Brims, ÚA, HB og
Skagstrendings, takist vel upp því öll
skipta þessi fyrirtæki gríðarlega miklu
máli í athafnalífinu á þessum stöðum -
eru í raun burðarásar. Í ljósi þess að
þessi fyrirtæki voru óneitanlega verð-
lögð nokkuð hátt, verður ekki öðru trú-
að en að Grandi, Rifs-feðgar og Fiskiðj-
an Skagfirðingur hafi upp í erminni
ýmsar leiðir til þess að ná fram aukinni
hagkvæmni eða samlegðaráhrifum, eins
og það er gjarnan kallað, með því að
koma að rekstri þessara þriggja kvóta-
sterku fyrirtækja á Akureyri, Akranesi
og Skagaströnd. Þetta mun væntanlega
skýrast betur á allra næstu mánuðum.
Það er auðvitað alltaf álitamál hvað
er hátt verð fyrir sjávarútvegsfyrirtæki,
en hafa ber í huga að upplausnarverð
áðurnefndra þriggja sjávarútvegsfyrir-
tækja er mun hærra en kaupendurnir
greiddu fyrir þau. Þar vegur kvótinn að
sjálfsögðu þyngst. En á hitt ber að líta
að verðið sýnist nokkuð hátt þegar þess
er gætt að sjávarútvegurinn er almennt
í nokkrum öldudal um þessar mundir
vegna raunlækkunar á ýmsu helstu
mörkuðum og erfiðrar stöðu dollars
gagnvart íslensku krónunni. Á meðan
virkjað verður fyrir austan og álver
byggt á Reyðarfirði er ólíklegt að doll-
arinn styrkist verulega gagnvart krón-
unni og því munu útflutningsgreinarn-
ar áfram búa við nokkuð þröngan kost.
Hins vegar hefur reynslan sýnt að Ís-
lendingar eru öðrum fremri í að laga
sig að breyttum aðstæðum og það hefur
sjávarútvegurinn nú þegar gert.
Á undanförnum mánuðum hefur
sjávarútvegsfyrirtækjum á markaði ver-
ið að fækka verulega og jafnframt hafa
heimamenn slegið skjaldborg um fyrir-
tækin. Þetta hefur til dæmis gerst með
Hraðfrystistöðina Gunnvöru í Hnífsdal
og Eskju á Eskifirði. Og þessu til við-
bótar má nefna að heimamenn á
Vopnafirði hafa lagt allt í sölurnar til
þess að verja eignarhald á Tanga, enda
um sannkallaða lífæð samfélagsins að
ræða.
Á sínum tíma töldu stjórnendur
sjávarútvegsfyrirtækjanna mikilvægt
fyrir fyrirtækin að vera á hlutabréfa-
markaði, en svo virðist sem margir
þeirra telji að svo sé ekki lengur. Það
kemur ekki á óvart, því viðskipti með
bréf sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa ver-
ið hverfandi á síðustu misserum og í
því ljósi hafa menn endurmetið stöð-
una.
Hræringar í ársbyrjun
Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri
Vírstroffa að láni
Andrés Gunnar Jónasson, fyrrum verk-
smiðjustjóri, er maður grandvar og
hirðusamur, sem oft hefur komið sér
vel fyrir samferðamennina. Eitt sinn
var útgerðarstjóri Fáfnis hf. að bjástra
eitthvað um borð í togara við Þingeyr-
arbryggju og vantaði vírstroffu. Hann
brá sér til verksmiðjustjórans og
spurði hvort hann ætti ekki til vír-
stroffu af gerð sem hann tiltók og gæti
lánað sér. „Jú, það má athuga það,“
svaraði verksmiðjustjórinn, „komdu
vinur,“ bætti hann við og fór að feta
sig upp stiga sem lá að dyrum súðar-
herbergis við þak verksmiðjunnar. Út-
gerðarstjórinn fór á eftir honum og er
inn í herbergið kom tók verksmiðju-
stjórinn splunkunýja vírstroffu úr
hillu sem þarna var og rétti útgerðar-
stjóranum. „Getur þetta passað, vin-
ur?“ „Já, já þetta er einmitt sú rétta,
þú verður að skila mér henni aftur vin-
ur, þegar þú ert búinn að nota hana,“
sagði verksmiðjustjórinn fremur
hvasst. „Heldur þú að ég fari að skila
þér aftur þessum stroffuræfli? „Já, vin-
ur, það er annars ekki víst að ég geti
lánað þér hana næst þegar þú þarft á
henni að halda!“
(Af Þingeyrarvefnum - www.thingeyri.com)
Sjómenn verji
sjómannaafsláttinn
„Hátekjuskattur
leggst á tekjur
sem eru yfir kr.
700 þús. á mánuði
hjá hjónum eða
sambýlisfólki. Það
eru ekki mjög
margir í þeim
hópi þar sem sam-
anlagðar árstekjur fólks eru yfir 8,4
milljónir króna sem er upphæðin sem
þarf til þess að njóta í einhverju lækk-
unar hátekjuskatts.
Sjómannaafsláttinn eiga sjómenn að
verja með öllum ráðum, hann er fyrir
löngu orðinn hluti af samningsbundn-
um kjörum sjómanna sem nýtist öll-
um, en í stétt sjómanna er hann mjög
verðmætur og kemur þeim best sem
lægstar hafa tekjurnar.“
(Guðjón Arnar Kristjánsson, alþm, í grein á
vef Frjálslynda flokksins)
Snýst um tilfærslu
„Þegar þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar tala um breytingar á stjórn fiskveiða
snúast þær oftar en ekki um leiðir til
þess að tryggja byggð hér og hvar á
landinu og leiðir til þess að takmarka
framsal aflaheimilda. Ef þessir flokkar
verða þeir sem breyta kerfinu er því
allt eins líklegt að breytingarnar muni
hvorki snúast um aukna hagkvæmni
né um að þjóðin fái öll notið rentunn-
ar. Þær munu þvert á móti snúast um
að taka rentuna af einum sérhags-
munahópi og færa hana öðrum sér-
hagsmunahópi.“
(Jón Sveinsson í pistli á Deiglan.com)
U M M Æ L I