Ægir - 01.01.2004, Page 18
18
Ú T F L U T N I N G U R S J Á VA R A F U R Ð A
Hversu stór er
ferskfiskmarkaðurinn?
Níels metur það svo að í upphafi
árs sé töluverð óvissa með sölu á
ferskum fiski á þessu ári. „Þar
kemur ýmislegt til. Til dæmis
hófst kvótaárið í Noregi núna um
áramótin og því erfitt að sjá fyrir
hversu mikið af ferskum fiski
kemur frá Noregi í ár. Einnig hef-
ur kvótaaukningin hér á landi sitt
að segja. Sú aukning er raunar
þegar komin fram í ýsunni, en
minna í þorskinum.“
Níels segir erfitt að segja ná-
kvæmlega til um hversu stór
ferskfiskmarkaðurinn í rauninni
er. Fram að þessu hafi Íslendingar
verið nokkuð leiðandi í sölu á
ferskum flökum inn á Bretland
og meginland Evrópu, en enginn
vafi sé á því að þar sæki Norð-
menn á. Samkvæmt tölum Hag-
stofunnar segir Níels að á síðasta
ári hafi orðið töluverð aukning á
sölu gámafisks frá Íslandi til
Bretlands, „sem þýðir að það er
meira framboð á ferskum fiski
fyrir fiskvinnslurnar í Bretlandi.“
Umtalsverð lækkun á ýsu
Eins og fram hefur komið varð
töluverð lækkun á ýsuverði á síð-
asta ári og það sama má segja um
karfann. Mun minni breytingar
hafa hins vegar orðið á
þorskverði. „Framboð á ýsu jókst
verulega á síðasta ári vegna auk-
ins kvóta hér við Ísland, í
Barentshafi og við Skotland. Það
hefur líka verið aukning í ýsu-
veiði á hafsvæðinu við Nýja Eng-
land, sem hefur vissulega áhrif á
útflutning á ýsu til Bandaríkj-
anna. Sem kunnugt er voru
Bandaríkin lengi vel okkar besti
markaður fyrir fiskafurðir, en það
hefur breyst á síðustu árum. Og
gengi dollars hefur líka afgerandi
áhrif, enda hefur gengi hans
gagnvart íslensku krónunni ekki
verið lægra í fimm ár en núna í
upphafi árs. Það má því almennt
segja að í ársbyrjun séu ýmsar
blikur á lofti og óvissan í útflutn-
ingi sjávarafurða sé meiri en oft
áður,“ segir Níels Guðmundsson.
Gott verð fyrir fersk hnakka-
stykki
Á síðustu árum hefur verið mikill
vöxtur í sölu á ferskum hnakka-
stykkjum inn á Frakkland og
Belgíu og fyrir þá afurð hefur
fengist ágætt verð. Aftur á móti
hefur orðið raunlækkun á karfaaf-
urðum. Danir og Norðmenn selja
í miklum mæli fisk úr Barents-
hafinu á meginlandi Evrópu, en
samkeppnin er minni í Bretlandi
Tros í Sandgerði er eitt stærsta fyrirtæki hér á landi í sölu á ferskum fiski:
Nokkur óvissa á mörkuð-
unum í upphafi árs
- er mat Níelsar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra hjá Trosi
„Síðasta ár var alveg þokkalegt. Það var tölu-
verð aukning hjá okkur í magni, en aukningin
var ekki eins mikil í verðmætum sem kemur
til af því að hráefnisverð hefur lækkað og
gengi krónunnar hækkað. Út úr útflutnings-
tölum frá Hagstofunni má lesa nokkra
magnaukningu á síðasta ári í útflutningi á
ferskum flökum,“ segir Níels Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Tros ehf. í Sandgerði, sem
er einn af stærri útflytjendum á ferskum fiski
frá Íslandi. Fyrirtækið rekur eigin fiskvinnslu í
Sandgerði og selur auk þess ferskan fisk fyrir
marga aðra framleðendur.
Horft yfir vinnslulínu
Tros í Sandgerði.
Húsnæði Tros ehf. í Sandgerði. Myndir: Sverrir Jónsson