Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Síða 26

Ægir - 01.01.2004, Síða 26
26 „Ég hef verið á þeirri skoðun að hrefnuveiðunum sé stefnt gegn þeim atvinnurekstri sem hvala- skoðunarfyrirtækin hafa verið að byggja upp á undanförnum árum. Ef einhverju öðru er haldið fram, þá tala menn gegn betri vitund eða þá að menn hafa ekki kynnt sér í hverju hvalaskoðun við Ís- land er fólgin. Við erum fyrst og fremst að sýna ferðamönnum hrefnur og það er einstakt í heim- inum, hvalaskoðun byggist hvergi á hrefnu með sama hætti og hér. Við erum fyrst og fremst að sýna ferðamönnum hrefnu hér á Skjálfandaflóa, í Eyjafirði og á Faxaflóa og því má segja að þessi útgerð standi og falli með hrefn- unni. Ef menn hyggjast skjóta þær hrefnur sem við erum að sýna, þá er hvalaskoðun við Ísland sjálfhætt.“ Engin sátt um þessa málsmeðferð Hörður segist alltaf hafa verið á þeirri skoðun að Íslendingar yrðu að nálgast hvalveiðar með því að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið og leggja sínar áætlanir fyrir það. „Íslendingar lögðu sín plön fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið og þeim var hafnað. Í mínum huga er málsmeðferð Íslendinga í þessu máli fráleit og ég tel ekki með nokkru móti hægt að bera þann þjóðarrembing og sjálfstæðisbar- áttu sem endurspeglast í þessu máli saman við landhelgismálið á sínum tíma. Um þessa málsmeð- ferð verður engin þjóðarsátt að mínu mati, um þetta verður stríð ef menn ætla að fara fram með þessum hætti. Við sem gerum út á hvalaskoðun höfum engu að tapa, við höfum ekki fyrir neinu öðru að berjast en tilveru okkar. Þeir sem ráðast að rótum hennar uppskera ekkert annað en stríð. Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að setja punktinn aftan við þessar vísinda- veiðar.“ Norðmenn sýna búrhvali og háhyrninga en skjóta hrefnu Fylgjendur hrefnu- og hvalveiða við Ísland vísa oft til þess að hvalaskoðun og hrefnuveiðar Norðmanna þrífist ágætlega hlið við hlið. Þetta segir Hörður að sé alls ekki rétt. „Norðmenn sýna fyrst og fremst búrhvali og há- hyrninga, en þeir skjóta hins veg- ar hrefnu. Kannski getum við Ís- lendingar eitthvað lært af óförum ferðaþjónustunnar í Noregi því hún hefur átt í vök að verjast á síðustu mánuðum og misserum. „Ég get ekki annað séð en að hrefnuveiðunum sé al- gjörlega stefnt gegn þeim atvinnurekstri sem hvala- skoðunarfyrirtækin hafa verið að byggja upp á und- anförnum árum. Ef ein- hverju öðru er haldið fram, þá tala menn gegn betri vitund eða þá að menn hafa ekki kynnt sér í hverju hvalaskoðun við Ísland er fólgin,“ segir Hörður Sigur- bjarnarson m.a. í viðtalinu. Berjumst fyrir tilveru okkar - segir Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður-Siglingar á Húsavík Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norður-Siglingar á Húsavík, segir alveg ljóst í sínum huga að til fram- tíðar muni aldrei ganga upp að veiða hval við landið og bjóða ferða- mönnum upp á hvalaskoðunarferðir á sömu tegundunum. Hörður telur að ef sátt yrði um það í alþjóðasamfélaginu kæmi til greina að skil- greina ákveðin svæði við Ísland sem hvalaskoðunarsvæði, t.d. hafsvæð- ið fyrir norðan land, en leyfa hrefnuveiðar fyrir vestan land. Þetta segir hann að sé þó afar slæmur kostur sem hann dregur stórlega í efa að geti gengið upp. H VA L A S K O Ð U N

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.