Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2005, Qupperneq 12

Ægir - 01.05.2005, Qupperneq 12
12 K R Æ K L I N G A R Æ K T 1. Inngangur Tilraunir með kræklingarækt hófust fyrst á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar á árinu 1985 í Hvalfirði. Þá tókst að rækta skel í markaðsstærð á rétt rúmum tveimur árum. Við ræktunina komu upp mörg vandamál og ekki varð framhald á þessum til- raunum fyrr en á árinu 1995, en þá hófu frumkvöðlar tilraunir í Mjóafirði á Austurlandi. Fimm árum seinna voru nokkur fyrir- tæki stofnuð sem höfðu skelrækt að markmiði og dreifðust þau jafnt yfir landið. Þar með var kominn vísir að nýrri atvinnu- grein, sem er enn í mótun. Það má því með sanni segja að hér sé um frumkvöðlastarfsemi að ræða. Kræklingur er afar harðgerður skelfiskur og auðveldur í ræktun. Bragðgæði hans hafa gert hann ómissandi í margs konar rétti. Villtur kræklingur finnst víðar, en í honum leynast oft aðskota- hlutir eins og sandur og aur. Kræklingarækt er framkvæmd þannig að skelin er látin vaxa á reipum eða köðlum í sjónum, sbr. mynd 1. Kræklingarækt skilar góðri vöru á skömmum tíma, því skelin vex hraðar á reipum þar sem hún fær meiri næringu úr sjónum en liggjandi á sjávarbotni. Hér á landi sem víðast annars staðar er notuð línurækt, þ.e. langar höf- uðlínur sem á hanga margir safn- arar sem skelin festir sig við. Það tekur u.þ.b. þrjú ár að rækta skel frá lirfu upp í sölustærð og þá hefur hún náð a.m.k. 45 mm lengd. Lirfurnar setjast sjálfar á kaðlana og ekki þarf að fóðra þær, enda sía þær næringu úr sjónum. Í vinnslu þarf margs konar búnað fyrir utan báta með sterkum krana. Það þarf að hreinsa skelina, skera spunaþræðina af og flokka skelina eftir stærð. Skel í sölu- stærð er seld fersk eða sett í frek- ari fullvinnslu, s.s. niðursuðu eða frystingu. Ræktunin byggir að mestu á því að ræktandinn þekki vel vistkerfi sitt og setji út kaðla sína á réttum tíma á réttan stað. Reynsla ræktenda og staðarval skipta því miklu máli, eigi árang- ur að nást. 2. Vinnsluleiðir Vinnsluferli á kræklingi í full- vinnslu er hægt að skipta í þrjá flokka; vinnsla á heilli skel, hálf- skel og holdi, sbr. mynd 2. Algengast er að heilli skel sé pakkað lifandi en einnig getur hún verið lausfryst og pökkuð þannig. Heilli skel er einnig oft pakkað í lofttæmdar umbúðir, síðan soðin, þá fryst og að lokum pökkuð í ytri umbúðir. Við fram- leiðslu á hálfskel er kræklingur- inn settur í tæki sem hitar aðra skelina, en við það losnar hold frá skel. Hálfskel er hægt að pakka ferskri, reykja eða pakka í um- búðir, forsjóða og frysta. Í þeim tilvikum, þegar hold og skel eru aðskilin, er kræklingurinn soðinn og hold losað frá skel í hristara. Til að skilja frá skel eða skeljabrot sem getur fylgt holdi er notuð fleyting. Holdið er síðan hægt að setja í frystingu, reykingu, niður- suðu eða niðurlagningu. Ræktaður kræklingur hentar vel í niðurlagningu. Margar gerð- ir eru til af legi sem innmaturinn er lagður í og mikið úrval af um- búðum. Margar tegundir eru einnig til af niðursoðnum og reyktum kræklingi. Í norskum pökkunarstöðvum er allt að 40- Kræklingarækt á Íslandi Magnús Gehringer. Magnús Gehringer starfar hjá Exorku ehf. á Húsavík, en hann útskrifaðist með MS- gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í október 2004. Meist- araprófsritgerð hans heitir „Kræklingarækt á Íslandi - stefnumót- un, áhætta og arð- semi,“ en þessi grein byggir á hluta hennar. Ágúst Einarsson. Ágúst Einarsson er prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands og var leiðbeinandi Magnúsar við meistaraprófsrit- gerð hans. Kræklingarækt hjá Norðurskel í Hrísey. Greinarhöfundar orða það svo í niðurlagi þess- arar greinar „að fjárfestingar í kræklingarækt geti verið ásættanlega arðsamar, sé rétt staðið að ræktuninni og einingar séu af ákveðinni lágmarksstærð.“ aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 12

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.