Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 15
15 K R Æ K L I N G A R Æ K T og valdið miklu tjóni. Einnig ber ræktendum að huga að útþenslu- möguleikum ræktunar strax í upphafi, því kræklingarækt er plássfrek. Ræktendur þurfa því að huga að öllum þessum þáttum og jafnvel fleirum, vilji þeir komast hjá mesta áhættuþættinum sem er uppskerubrestur. Á hinn bóginn virðist sala af- urða ekki vera stór áhættuþáttur, því mikil eftirspurn er á helstu mörkuðum í Evrópu og Banda- ríkjunum, ekki hvað síst eftir unninni hágæðavöru. Af því leiðir að íslenskir ræktendur eiga að geta selt afurðir sínar á viðunandi verði séu þeir á annað borð hæfir til að framleiða nægilegt magn og gera hagstæða sölusamninga við erlenda kaupendur, helst undir einu sameinuðu íslensku vöru- merki. 6. Rekstrarhorfur Á heimsvísu hefur kræklingarækt átt mikilli velgengni að fagna frá 1950. Heimsframleiðslan árið 2002 nam rúmum 1,7 milljónum tonnum, þar af voru 700.000 tonn framleidd í Evrópu og nam velta greinarinnar þar um 76 milljörðum króna. Evrópubúar eru sólgnir í skel. Þó nokkur markaður er fyrir frystar afurðir auk hinna hefðbundnu afurða, þ.e. niðursoðnar eða ferskar afurð- ir. Söluverð fyrir frystar afurðir í neytendapakkningum er um 330 kr./kg CIF á helstu Evrópumörk- uðum, en svipað verð fæst fyrir ferska skel hér á landi. Söluverð í útflutningi getur þó sveiflast á bilinu 200 til 420 kr./kg eftir mörkuðum. Áhættugreining leiðir í ljós marga áhættuþætti sem ræktend- ur ættu að ná stjórn á, en þeir helstu eru kadmínmengun, æðar- fugl, þörungareitur, skipaumferð, veðurfar og fjármögnunarkostn- aður. Niðurstöður greiningarinn- ar eru notaðar til að benda á mögulegar aðgerðir til lágmörk- unar áhættunnar og til að keyra Monte-Carlo hermun með forrit- inu Crystal Ball. Fjármálalegir útreikningar grundvallast á þeirri forsendu að framleitt sé fyrir er- lenda markaði. Afurðin er forsoð- in og fryst skel í neytendapakkn- ingum sem selst á 330 kr./kg CIF en fullvinnslukostnaður nemur um 60 kr./kg. Ræktendur gera langtímasamninga við erlenda kaupendur en selja umframfram- leiðslu á heimamarkaði. Niðurstaða arðsemisathugana er að stærðarhagkvæmni sé mikil í greininni. Útreikningar fyrir 100 tonna ræktun sýna fram á litla ef þá nokkra arðsemi miðað við mikla rekstrarlega áhættu. Hins vegar er 2.000 tonna rækt- un hagkvæm. Hér er um að ræða nokkuð stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, þar sem starfsmenn eru 34 yfir sumarið og rekið er vinnsluhús með öllum búnaði og fjórir bátar. Fjárþörf slíks rekstrar er mest rúmar 500 milljónir á öðru ári, en árleg velta nemur um 660 milljónum króna. Reksturinn mun ná jafnvægi þremur árum eftir að uppbygg- ingartímabili, sem er einnig 3 ár, lýkur. Eftir það verður hreinn rekstrarhagnaður eftir skatta og afskriftir um 100 milljónir ár- lega, þ.e. um 15% af veltu. Hag- stæð fjármögnun skiptir miklu í slíkum rekstri, enda eru endur- greiðslur og vextir vegna lána (70% af fjárþörf á móti 30% hlutafjár) um 140 milljónir á ári. Samtals fjárþörf vegna 2.000 tonna ræktunar er um 1,5 millj- arðar króna. Hermun með Monte Carlo aðferðinni leiðir í ljós mik- ilvægi þess að tryggja stöðugt framboð og lágmarksverð sem er um 275 kr./kg, en þá eru líkur á Kræklingarækt í Skotlandi. „Niðurstaða arðsemisathugana er að stærðarhagkvæmni sé mikil í greininni. Útreikningar fyrir 100 tonna rækt- un sýna fram á litla ef þá nokkra arðsemi miðað við mikla rekstrarlega áhættu. Hins vegar er 2.000 tonna rækt- un hagkvæm,“ segja Magnús og Ágúst m.a. í greininni. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.