Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2005, Page 16

Ægir - 01.05.2005, Page 16
16 K R Æ K L I N G A R Æ K T því að reksturinn skili hreinum hagnaði tæp 90%. 7. Niðurstöður Tilraunir vísindamanna með kræklingarækt hófust hér á landi á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar. Það sýndi sig að um þrjú ár tekur að rækta skel í markaðsstærð með línurækt. Um miðjan síðasta áratug byrjuðu frumkvöðlar á Austurlandi á ræktun og um aldamótin voru starfandi tólf frumkvöðlafyrirtæki víðs vegar um landið. Árið 2002 voru um 100 km af söfnurum komnir í sjó og Samtök íslenskra kræklingaræktenda, SÍK, voru stofnuð. Þannig var komin sam- eiginleg rödd íslenskra kræk- lingaræktenda sem einnig stuðlar að fræðslu- og þekkingarmiðlun og sér um samskipti við hið opin- bera í því skyni að tryggja at- vinnugreininni hagstætt rekstrar- umhverfi. Rekstur fyrirtækjanna til ársins 2004 hefur ekki staðið undir væntingum. Einingarnar hafa verið litlar og starfið virtist ómarkvisst. Þó hefur mikil aukn- ing á þekkingu um ræktunarferil- inn orðið í hópi ræktenda. Sum- arið 2004 voru starfandi á land- inu tvö stærri fyrirtæki, Norður- skel ehf. og Hafskel ehf., og nokkur minni. Tekist hefur að bæta þekkingu á ræktunarferlinu þannig að vonast má eftir hraðari uppbyggingu greinarinnar og meiri uppskeru. Lélegur árangur ræktenda orsakaðist ekki síst af ágangi æðarfugls, slæmum veðr- um, skemmdum vegna skipaum- ferða, of lítilli ástundun og van- hirðu ræktarinnar vegna skorts á starfsfólki og í einu tilfelli, mengunar vegna kadmíns. Samanburður leiðir í ljós að áhugaverðir markaðir fyrir ís- lenska útflytjendur eru í Frakk- landi, Þýskalandi og Belgíu, þó ekki megi útiloka önnur lönd í Evrópu, eins og Rússland og Pól- land. Bandaríkin eru einnig áhugaverður markaður. Útflutn- ingstekjur vegna sölu frystra af- urða til Evrópu gætu numið um 660 milljónum króna árlega mið- að við 2.000 tonna ræktun. Inn- anlandsmarkaður er óþroskaður enda Íslendingar óvanir kræk- lingi. Núverandi innflutningur nemur um 10 tonnum á ári, en samanburður við aðstæður í Nor- egi leiðir líkur að því að auka mætti söluna hérlendis í 40 til 50 tonn á tiltölulega skömmum tíma. Verðmæti innanlandsmark- aðar liggur því á bilinu 4 til 16 milljónir króna á ári. Atvinnuvegagreining leiðir í ljós að aðstæður hérlendis ein- kennast af lítilli samkeppni, til- tölulega erfiðri innkomu nýliða í greinina og sterkri stöðu gagn- vart birgjum, kaupendum og staðkvæmnisvörum. Staða starf- andi fyrirtækja á markaði er veik en getur styrkst verulega með aukinni samkeppni innanlands og á erlendum vettvangi. Forsenda þess er að ræktendum tækist að ná tökum á ræktunarferlinu og þeim áhættuþáttum sem því fylgja en þeir geta aukist verulega á næstu árum. SVÓT-greining sýnir fram á fjölmörg tækifæri greinarinnar. Markaður er til staðar og veruleg eftirspurn gerir vöruþróun spenn- andi. Sé haldið rétt á spöðum í framleiðslu, gæðastýringu og markaðsetningu, gætu íslenskir ræktendur nýtt sér mikla mögu- leika á erlendum mörkuðum. Innlendur markaður byggist á hinn bóginn á uppbyggingu dreifikerfis með ferskan lager á höfuðborgarsvæðinu, sem tryggir jöfn gæði og áreiðanlega af- greiðslu. Ógnanir við greinina liggja hins vegar fyrst og fremst í þeim náttúrulegu aðstæðum sem ríkja hér landi. Miðað við núverandi skipulag er líklegast best að leggja kræk- lingarækt alveg niður og loka þeim óarðbæru einingum sem fyr- ir eru. Sé hins vegar vilji fyrir því að búa greininni stað í íslensku efnahagskerfi, mætti skoða tvær aðrar leiðir. Í fyrrra lagi mætti nota iðnaðarskipulagið og láta eitt eða tvö stórfyrirtæki framleiða mikið magn, s.s. 2000 tonn á ári. Sömu fyrirtækin sæju þá um vinnslu, fullvinnslu og markaðs- og sölumál. Arðsemi slíks rekstrar var lýst hér að framan. Í annan stað mætti hugsa sér samvinnuskipulag í kræklinga- rækt. Fjársterkir aðilar, jafnvel með hið opinbera í forsvari, stofna til vinnslu- og sölutækis í anda gömlu kaupfélaganna. Þá gætu t.d. 30 fjölskyldur eða smá- fyrirtæki unnið við ræktunina og landað skelinni hjá samtökunum, sem þau væru jafnframt hluthafar í. Þessi lausn býður hinu opinbera upp á þann möguleika að ýta undir þróun greinarinnar, sem væri skoðunarverð lausn fyrir sum svæði á landsbyggðinni. Í heildina má því segja að fjár- festingar í kræklingarækt geti verið ásættanlega arðsamar, sé rétt staðið að ræktuninni og einingar séu af ákveðinni lágmarksstærð. Miðað við gang mála hér á landi er vart hægt að búast við því að hægt verði að hefja 2.000 tonna ræktun og ná þeim árangri sem gert er ráð fyrir í arðsemisút- reikningum. Fyrirtæki af þessari stærðargráðu eru varla tímabær fyrr en eftir nokkur ár þegar kræklingaræktendur verða búnir að sanna að þeir hafi náð fullum tökum á ræktuninni. Heimildaskrá FAO (2004). Fisheries. Gögn sótt af netinu þann 2.6.2004 af http://www.fao.org/fi/statist/stat- ist.asp. Globefish (2004). European Price Report. Birt 15.1.2004. Gögn sótt af netinu þann 21.8.2004 af http://www.globefish.org/index.php?id=281 Hamnvik, S. (2002). Det europeiske market for blåskjell. Eksportutvalget for fisk, EFF, Harstad. Hickman, R.W. (1998). Mussel cultivation In E. Gosl- ing (ritstj.). The Mussel Mytilus: Ecology,Physi- ology, Genetics and Culture. Elsevier Science Publ- ishers. New York. Kotler, P. (2000). Marketing Management. Prentice Hall. New Jersey. Lúðvík Kristjánsson (1985). Íslenskir sjávarhættir IV. Bókaútgáfa menningarsjóðs. Reykjavík. Magnús Gehringer (2004). Kræklingarækt á Íslandi - stefnumótun, áhætta og arðsemi. MS rigerð. Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Monfort, M.C. (2000). The French Market for Mussels: Dominant features, competitive forces and prospects. Rapport 5/00. Stiftelsen for samfunns- og næringslivsforskning. Smaal, A.C. (1991). The ecology and cultivation of mussels: new advances. Aquaculture 94, bls. 245- 261. Thompson A. og A.J. Strickland (2001). Crafting and Executing Strategy, Text and Readings. McGraw Hill. New York. Valdimar Ingi Gunnarsson, Sigurður Már Einarsson og Guðrún G. Þórarinsdóttir (2000). Kræklingarækt á Íslandi . VMST-R/0025. Veiðimálastofnun. Kræklingarækt og - vinnsla er frekar vinnu- aflsfrek atvinnugrein. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 16

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.