Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2005, Qupperneq 24

Ægir - 01.05.2005, Qupperneq 24
bundin mælieining þegar reikul köfnunarefnissambönd eru annars vegar. Samanlagt mynda þessar stærðir TVN sem er heildarmagn reikulla köfnunarefnasambanda (mynd 7). Athugið að upphafs- gildi TVN er 20mg/100g úr flot- vörpu í þessu tilviki. Í þessu dæmi sem gefið er er ljóst að eftir fjóra og hálfan sólarhring í lest er þetta hráefni ekki hentugt í neitt nema Standard mjöl TVN > 50mg/100g. Til samanburðar er rétt að líta á það hvernig þróunin hefði verið við fastan 0°C hita. Á myndum 8 til 11 gefur að líta þróunina við fastar núll gráður og kemur þá í ljós gagnsemi þess að kæla þar sem að nú er TVN gildi aflans 20 mg/100g lægra en í fyrra dæminu og fullboðlegt í há- gæða mjöl, TVN < 50 mg/100g. Þetta dæmi gefur ágæta hug- mynd um það hvernig nota má líkanið en einnig er hægt að hugsa sér fjölmörg önnur dæmi um það hvernig hægt væri að nota það á hagnýtan hátt. Næstu skref eru að nota það til að styðja við hönnun nýrra kælikerfa og styðja tilraunavinnslu á ferskum kolmunna til manneldis, auk þess að nota það til hráefnisstýringar í fiskmjölsvinnslu. Mikilvægt að auka verðmæti kolmunnaaflans Margar knýjandi ástæður eru fyrir því að finna leiðir til að auka verðmæti kolmunnaaflans frá því sem nú er. Má nefna að yfirleitt er löng sigling á miðin og olíuverð hátt um þessar mundir, verð á mjöli er lægra í íslenskum krón- um miðað við sama tíma í fyrra. Úthlutaður kvóti fyrir árið 2005 var ákveðinn 345 þús. Tonn, en til samanburðar var veiðin í fyrra 422 þús. tonn. Ef næst að veiða úthlutaðan kvóta í ár og miðað við afurðaverð má reikna með því að aflaverðmæti kolmunnans verði um 2,3-2,4 ma.kr.* Verkefnið sem hér hefur verið greint frá sýnir hvað geymslu- hitastig hefur mikið að segja og hvernig hægt verður að standa að spá fyrir um gæði hráefnis sem er notað í vinnslu. Þáttakendur í verkefninu voru: Ísland: Síldarvinnslan (SVN), Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Háskóli Íslands og Skipatækni (SK/THÍ). Danmörk: YORK Refrigeration, Fishery ogAalaborg Universitet Noregur: SSF Sildolje- og Sildemelindustriens For- skningsinstituttog Vik-Sandvik (VS) Færeyjar: P/F Varðin •Heimild: Íslandsbanki: Greining ÍSB frá 06.maí 2005. (Millifyrirsagnir eru blaðsins). 24 K Æ L I N G K O L M U N N A Mynd 10. Myndun ammoníaks samkvæmt spálíkaninu miðað við 0°C. Mynd 11. Myndun TVN samkvæmt spálíkaninu miðað við 0°C. Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem unnið hefur í a.m.k. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍÚ við Sjómanna- samband Íslands, hjá útgerðum innan LÍÚ, og greitt til aðildarfélags Sjómenntar á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómanna- samband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla? SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDSLANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt • F jöltækniskóla Ís lands • Háteigsvegi • 105 Reykjavík • Sími 522 3300 • Fax 522 3301 Nánari upplýsingar: www.sjomennt.is • sjomennt@sjomennt.is E N N E M M / S IA / N M 13 5 7 0 aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 24

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.