Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Síða 25

Ægir - 01.05.2005, Síða 25
25 U M H V E R F I S M Á L „Viðeigandi er að vekja athygli á því að niðurstöður skýrslu um hlýnandi veðurfar á norðurslóð- um, vegna aukins magns gróður- húsalofttegunda (Arctic Climate Impact Assessment, in Anon 2004), voru meðal annars þær að loftslag á Norðurheimskauts- svæðum hafi hlýnað hraðar en annars staðar í heiminum undan- farna áratugi. Niðurstöður hita og seltumælinga hér við land eru á mörkum þess sem áður hefur ver- ið skráð og því verður óvissan augljóslega meiri þegar draga á ályktanir út frá þekktum forsend- um. Núverandi staða kallar á auknar rannsóknir og opinn hug fyrir óvæntum breytingum, en jafnframt varfærni svo ekki verði gengið of hart fram hvað varðar sókn í stofna sem eiga nú undir högg að sækja,“ segir m.a. í greininni. Miklar breytingar á Atlantssjó Eins og Ægir hefur fjallað ítar- lega um að undanförnu hafa orðið mjög greinlegar breytingar á Atl- antssjónum fyrir vestan og norðan land - bæði hvað varðar hitastig og seltu. Hitinn hefur hækkað verulega og að sama skapi hefur seltan aukist. Höfundar áðurnefndrar greinar segja erfitt að meta hver áhrif umhverfisbreytinga séu á lífríkið í hafinu. Þeir segja að ef hins veg- ar hlýnun haldi áfram gætu aðrir þættir spilað inn í, svo sem breytt aðgengi afræningja að bráð og breytingar á ástandi sjávar geti haft áhrif á tegundasamsetningu plöntu- og dýrasvifs, sem síðan geta breytt afkomu lífvera ofar í fæðukeðjunni. „Það virðist lykil- atriði að umhverfisbreytingar séu viðvarandi, því sem næst samfellt í nokkur ár, til að þær hafi mark- verð áhrif á lífverur. Þetta hefur einmitt gerst á undanförnum 7 til 8 árum við Ísland og hafa þá „kaldari“ ár verið undantekning- ar. Á þessum tíma hefur orðið vart nokkurra breytinga á út- breiðslu fisktegunda og ljóst er að hlýnun sjávar hefur helst haft áhrif á þær tegundir sem eru á norðurmörkum útbreiðslusvæðis síns, þannig að þær fikra sig norðar. Á sama tíma eru dæmi þess að stofnstærð sömu tegunda vaxi tiltölulega mikið miðað við aðrar. Dæmi um þessar fiskteg- undir eru ýsa, lýsa, skötuselur, kolmunni og ufsi, sem oft hafa verið taldar hlýsjávartegundir. Lé- legt ástand hrygningarstofns og veiðiálag hefur verið nefnt til skýringar á að sumir stofnar nýti sér ekki hagstæð umhverfisskil- yrði og má hér ef til vill nefna þorskstofninn sem dæmi. Fjöldi þorskseiða jókst þó á síðustu árum nokkuð í takt við hlýnandi sjó á norðurmiðum þó ekki hafi sú aukning skilað sér sem aukin nýliðun í stofninn. Útbreiðsla og magn ýsu, lýsu og skötusels hafa aukist mjög á síðustu árum svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur eins árs ýsa fundist í auknu magni fyrir norðan landið undanfarin ár.“ Skýring á minnkandi meðalþyngd þorsks? Bent er á að breytingar á hegðun uppsjávarfiska svo sem loðnu, síldar og kolmunna hafi verið tengdar breyttu umhverfi. Síld hafi fundist á stærra svæði í vor- og haustralli. Það megi jafnframt tengja stækkandi stofni en stórir árgangar hafi komið inn í stofn- inn á síðustu árum. Hegðun loðnu sem hefur verið að ýmsu leyti óhefðbundin síðustu ár segja greinarhöfundar að megi líklega tengja auknum hlýsjó og hafi ver- ið talið að aðgengi þorsks að loðnu hafi minnkað nokkuð sem aftur hafi verið talið skýra minnk- andi meðalþyngd þorsks. Mikilvægt að fylgjast náið með lífríki á Íslandsmiðum Í grein Héðins Valdimarssonar, Höskuldar Bjarnasonar og Kristins Guð- mundssonar um breytingar á ástandi sjávar á Íslandsmiðum og áhrif þeirra á lífríkið, sem birtist í nýútkomnu fjölriti Hafró sem ber nafnið „Þættir úr vistfræði sjávar 2004“, kemur fram það álit að m.a. í ljósi spár veðurfarslíkana sé mjög mikilvægt að fylgjast náið með ástandi sjávar og lífríkis á Íslandsmiðum á komandi árum. Á undanförnum sjö til átta árum hefur orðið vart nokkurra breytinga á útbreiðslu fisk- tegunda og ljóst er að hlýnun sjávar hefur haft þau áhrif að fisktegundir fikra sig norðar. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 25

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.