Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2005, Page 29

Ægir - 01.05.2005, Page 29
29 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Ameríku. Það kemur ekki á óvart að umhverfis- verndarmenn stimpla þessar veiðar sem hreinasta skæruhernað gegn lífríki sjávar. FAO vinnur nú að stóru verkefni sem hefur það að markmiði að minnka þetta brottkast í heitsjávarrækjunni, bæði með fræðslu og nýjum gerðum af veiðarfærum. Stað- reyndin er sú að hér spilar fáfræði veiðimannanna verulega mikið inn í og það er verkefnið að opna augu þeirra fyrir því að slík umgengni um auðlind- ina sé ekki viðunandi.“ Afleiðingar flóðbylgjunnar í Indlandshafi Fiskveiðar á hamfarasvæðunum í Indlandshafi, þar sem hátt á þriðja hundruð þúsund manna fórust og þeir sem komust lífs af misstu heimili sín í kjölfar jarðskálftans og flóðbylgjunnar á annan dag jóla í fyrra, hafa verið meira og minna í rúst síðan. FAO kemur þarna að málum og leitast við að kortleggja vandann og skipuleggja uppbygginguna. „Við höf- um unnið að þessu verkefni dag og nótt síðan þessir atburðir urðu. Fiskideildin réði þrjátíu sérfræðinga, sem voru sendir til allra þeirra landa sem urðu illa úti í hamförunum. Þeir hafa unnið að því að meta hvað þurfi að gera og það má segja að sú mynd liggi nú þegar nokkuð vel fyrir. Einn af þessum sérfræð- ingum er Sigurður Sigurðarson, frá Siglingastofnun Íslands, sem við fengum til þess að fara til Indónesíu og meta ástand hafna. Endurreisnarstarfið er ekki einfalt mál, enda koma svo ótal margir að málum. Ég get nefnt hjálparstofnanir, frjáls félagasamtök auk opinberra aðila. Í okkar vinnu hjá FAO hefur verið lögð megináhersla á langtímauppbygginguna og leitast við að reyna að koma fiskveiðistjórnuninni í gott horf, en ofveiði hefur verið vandamál víðast hvar í þessum löndum. Einnig höfum við verið að meta ástand báta, í hversu miklum mæli beri að gera við þá og hvað þurfi að kaupa af nýjum skipum, veiðar- færum og öðrum búnaði. FAO vill vera hinn hlut- lausi tækniráðgjafi ríkisstjórna á svæðinu, en það eru auðvitað þær sem taka hinar endanlegu ákvarðanir um hvað verði gert og hvenær. Vissulega eru þarna margir hagsmunaaðilar, t.d. sölumenn báta, véla og veiðarfæra, sem sjá sér leik á borði að hagnast á þess- um óförum, en slíkt þarf að varast. FAO hefur þegar fengið 25 til 30 milljónir dollara til uppbyggingar í fiskigeiranum, sem er út af fyrir sig ekki mikið þegar haft er í huga að búið er að afla alls 6,7 milljarða dollara til uppbyggingarinnar. Tjónið er ólýsanlegt, t.d. er talið að á Sri Lanka sé rösklega helmingur af fiskveiðiflotanum skemmdur eða ónýtur og það sama er uppi á teningnum á þeim svæðum í Indónesíu sem verst urðu úti. Að sama skapi varð gríðarlegt tjón í fiskeldinu. Fiskveiðar á svæðinu eru lítillega hafnar að nýju, en vissulega er það mjög mismunandi. Á einstaka stað þurrkuðust heilu þorpin nánast út og þar eru þeir sem eftir lifðu ekki á neinn hátt færir um að huga strax að atvinnuuppbyggingu. Þessu fólk verð- ur að hlúa að áfram, bæði efnahagslega og andlega.“ Fjölbreytt og skemmtilegt starf Grímur segir að starf sitt hjá FAO sé mjög fjölbreytt og skemmtilegt. „Já, það er óhætt að segja það. Úr fjarlægð eru þessar stofnanir kannski heldur gráar og þunglamalegar, en þegar betur er að gáð er þar lífleg og áhugaverð starfsemi og tekist á um málin.“ Grímur fullyrðir að Íslendingar hafi mikilli þekk- ingu að miðla til annarra, enda hafi þeir farið í gegn- um ýmsa hluti í sambandi við sjávarútveg sem aðrar þjóðir séu í startholunum með. Grímur Valdimarsson. „Þetta er yfirgrips- mikið starf. Það svið sem ég veiti for- stöðu hefur fjörutíu starfsmenn og það sem við erum að fást við tengist m.a.við- skiptum með fiskaf- urðir, alþjóðlegum reglum sem gilda um heilnæmiseftirlit vegna viðskipta með fisk.“ aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 29

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.