Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Síða 48

Ægir - 01.05.2005, Síða 48
48 N Ý T T S K I P „Auðvitað er maður alltaf stoltur af sínu skipi, alveg sama hve stórt það er,“ segir Þórður Magnússon skipstjóri á Engey RE 1. Á dögunum kom til Reykjavíkur nýr togari HB - Granda, sem er hinn stærsti í íslenska fiskiskipa- flotanum. „Skipið var áður gert út á Ala- skaufsa austur við Kamtsjatka í Rússlandi. Allar breytingar sem við höfum unnið að undanfarið miða á hinn bóginn að því að við getum sinnt veiðum á uppsjávar- fiski sem best. Þá verðum við á loðnu og síðan kolmunna og norsk - íslensku síldinni norðan og austan við land,“ segir Þórður skipstjóri. Tekur ástfóstri við skipið Síðustu mánuði hefur Þórður dvalist við fjórða mann úti í Pól- landi og haft umsjón og eftirlit með breytingunum á skipinu. Heim kom hann með skipið 22. maí, eftir fimm daga siglingu frá Póllandi. Höfð var viðkoma í Danmörku á leiðinni heim og tekin olía og annað sem þurfti, en þaðan tók siglingin hingað heim hálfan fjórða sólarhring. Leiðin- legt var í sjó á leiðinni en engu að síður gekk siglingin vel, sem gef- ur mönnum væntingar um að Engey verði gott sjóskip og happafley. „Maður er orðinn svo gamal- reyndur til sjós að skipstjórn og ábyrgð á stærsta skipi flotans ruggar manni ekki mikið. Þó er maður alltaf stoltur af sínu skipi. Skipstjóraferilinn minn byrjaði ég á Ásbirni og tók auðvitað vissu ástfóstri við það skip. Sama gerð- ist þegar ég var með Snorra Sturluson og Þerneyna, sem ég kom með nýja heim frá Póllandi fyrir tíu árum.“ Fundið fé HB Grandi greiðir 1,8 milljarða kr. fyrir Engeyna, sem Þórður tel- ur afar hagstætt verð. „Í raun er þetta ekki dýrt skip. Ef fyrirtækið hefði farið út í nýsmíði skips af þessari stærðargráðu hefði kostn- aðurinn orðið verulega meiri. Miðað við þá peninga sem menn setja í verkefni hefðum við aldrei fengið nýtt skip sem á sömu möguleika og þetta; sem eru að geta tekið 2.000 tonn af unnum afurðum í lest og haft mjöl- bræðslu með 500 til 650 tonna burðargetu. Ef vel gengur með þetta skip verða kaupin á því fundið fé.“ Alls eru 26 manns í áhöfn Eng- eyjar og er aðbúnaður skipverja allur hinn besti. Hver maður hef- ur sinn eigin klefa, í skipinu eru rúmgóðar setustofur og ágætur sjónvarpsalur, líkamsræktarað- staða með þrektækjum og heitum pottum og þannig mætti áfram telja. „Fyrst og fremst skilar þessi að- staða okkur ánægðari mannskap. Menn verða ekki eins útkeyrðir við sína vinnu, líður betur og verða ánægðari. Koma ánægðari til skips í hvert sinn sem haldið er í veiðiferð. Ég held að ef menn eru óánægðir til sjós á skipi eins og þessu þá sé það ekki skipinu að kenna heldur verða þeir að leita sér aðstoðar, eða bara hætta til sjós. Hættan er kannski sú að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað við sem erum á skipum eins og Engey höfum það gott. Í mín- um huga eru forréttindi að vera á svona skipi og vissulega eru alltaf forréttindi að vera til sjós ef skip- ið er gott, vel veiðist, mannskap- urinn er samhentur og tekst að skila miklum verðmætum á land.“ Viðtal og mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Forréttindi að vera á svona skipi - segir Þórður Magnússon, skipstjóri Karlinn í brúnni. „Ef menn eru óánægðir til sjós á skipi eins og þessu þá sé það ekki skipinu að kenna heldur verða þeir að leita sér aðstoðar, eða bara hætta til sjós,“ segir Þórður Magnússon skipstjóri. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 48

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.