Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 4
114
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fólk bæjarins, sem þarna áttu samstarf, hafa nú sýnt þa'ð enn einu sinni, að
hér er hægt að flytja meiri háttar tónverk á frambærilegan hátt.
Björn Franzson.
Leníngradsymfónían eftir Dimitri Sjostakovits
í Reykjavíkurútvarpinu
Islenzka útvarpið og það ameríska
hér — sem á mikla þökk skilið fyrir
lán grammófónplatnanna — flutti
íslendingum 10. október síðdegis
það, sem blöðin í Reykjavík vana-
lega kalla „merkan tónlistarvið-
burð“, en nota um allt og alla, við
öll tækifæri, og er því orðið kraft-
laust.
Mig vantar því eitthvert orð, sem
gefur þann þunga, sem ég þyrfti á
að halda til að lýsa því, sem útvarp-
ið lét okkur heyra þessa stund.
Já, mig vantar orð, því orð hafa
ekki mælsku tónanna, ekki fyllingu
þeirra né hinar mörgu þýðingar
hvers tóns. Eg sleppi því að leita
að orðinu, læt orðin vera eins og
tónana margþætt og margþýðandi,
og ég byrja því strax að þakka út-
varpinu og Ameríkumönnum þessa
stund fyrir kynni þau, er ég fékk af
Dimitri Sjostakovits og Leníngrad-
symfóníu hans.
Ég þakka þeim mest fyrir það, að
nú kynntu þeir mér mann.
Maður í umsetinni borg — undir
stórskotahríð og eyðileggingu nú-
tímahernaðar, er lætur rigna úr lofti
dauða og hryllingu, sem hvorki jörðin né himinninn eiga neinn griðastað fyrir,
tekur stól og borð og flytur sig að píanói sínu og skrifar í tónum það, sem
er að gerast í kringum hann og í huga hans sjálfs.
Æðrulaus og blátt áfram segir hann frá, milli þess sem hann tekur skjólu
og hleypur út í brennandi bæinn til að slökkva eldinn og eldsprengjurnar,
sem mola bæinn hans, því hann er líka-hermaður og brunavarðaraðstoðar-
Dimitri Sjostakovits