Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 7
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 117 neyzlu eru svo miklar, effa a. m. k. seldar svo dýrt, að þær eru hvergi nærri gengnar út seinni hluta sumars, þegar fé er orffið slátrunarhæft og birgffir af ferskri vöru ættu að vera komnar á markað. I sumar tóku for- ráðamenn kjötsölunnar það ráð að pína neytendur til að eta árgamalt freðkjöt fram eftir hausti með því að fresta slátrun og neita að selja fólki ætilegt kjöt fyrr en megnið af gömlu birgðunum var þorrið. Um hið legna freðkjöt íshús- anna hér, sem íslenzkum neytendum er selt á sumrin, er það að segja, að slíkur óþverri í matarstað mundi hvergi vera boðinn mannfólki í neinu Jandi jarðarinnar þar sem ekki væri ríkjandi hungursneyð. Viff kindakjötsfram- leiðsluna keppa klepptækir hrossakjötsframleiðendur, sem leggja undir sig Ríkisútvarpið og láta æpa þar seint og snemma út yfir landslýðinn: hrossa- kjöt, hrossakjöt, og gengur sú óskemmtun fram eftir öllum vetri. 1 fyrra rakti ég nokkrar staffreyndir ljósar öllum sem vilja vita satt um íslenzkan landbúnaff í svip, þ. á. m. ástand kjötframleiðslunnar og kjötmark- aðarins, vítti m. a. þá hneisu, að óviti í kjötverðlagsnefnd fengi að komast upp með að setja bannverð á ísl. kindakjöt innanlands meðan þessi vara má teljast óseljanleg utanlands. Jón Arnason forstjóri í Sambandinu telur sig einn helztan ábyrgðarmann þeirrar landbúnaðarstefnu, sem virðist hafa það markmið að leggja íslenzkar sveitir í auðn. Auðvitað flýtti þessi maður sér að skrifa á móti, að kjötframleiðslan og kjötmarkaðurinn væri í sérstöku himnalagi. Aðrir á- byrgðarmenn úr innsta hringnum, minni fyrir sér, en sízt trauðari að tala þvert um hug sér, flýttu sér að vitna með foringjanum á prenti og lofa hann fyrir að hafa „rekið allt sarnan aftur ofan í Kiljan"; einfaldir Framsóknar- menn í fjarsveitum voru látnir halda fundi og taka undir. Já það væri sannar- lega gaman, ef hægt væri að leysa þessi mál með jafn einföldum ráðum og lofa Jón Arnason en skamma Kiljan. Sannleikurinn er sá, að enginn veit betur en Jón Árnason, að hvert orð sem ég hef skrifað um íslenzkan landbúnað er rétt, því hann hefur öll þau gögn og skilríki með höndum, sem niðurstöður mínar eru byggðar á. Sú landbúnaðarstefna, sem hann vill óður ábyrgjast, hefur nú leitt hann til að fyrirskipa meiri eyðingu á afurðum íslenzkra bænda en dæmi eru til í sögu landsins. I skjóli náttmyrkurs hefur þessi maður látið aka ókynstrum af allskyns kjötframleiðslu íslenzkra bænda út um víðavang, urða kjötið í hraunum eða kasta því í sjó. Meira að segja verða bændur í nágrenni böfuðstaðarins, eins og Seltirningurinn Kristinn Brynjólfsson, að harðbanna með auglýsingum í blöðunum að kjötinu sé fleygt á heimalönd þeirra. Meðan fullkomið kreppuástand ríkir í kjötframleiðslunni, bregzt landbún- aðurinn því hlutverki að birgja innanlandsmarkaðinn að öðrum óhjákvæmi- legustu landbúnaðarafurðum. Nú á aðalmarkaðstímanum í sumarlok bregður svo við, að markaður er snauður að algengustu afurðum til daglegrar neyzlu. Svo naumt hefur verið um mjólk, að sá litli píringur sem til er, hefur iðulega veriff afgreiddur út úr mjólkurbúðunum undir lögregluvernd, en mæður, sem höfffu ekki lánið með sér, hafa orðið að gefa börnunum gosdrykki á pelann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.