Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 16
126
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fara fóstri þeirra og þar með ryðja þegar úr vegi hugsanlegum
keppinauti. Frægust allra slíkra sagna er sagan um Heródes, sem
lét myrða öll sveinbörn innan ákveðins aldurs í heilli borg. En
flestar fóru þessar sögur á sama veg, konungsefnið gekk úr greipum
morðvarganna með hjálp einnar og annarrar helgivættar, sem sí
og æ vaka yfir velferð mannkynsins. Og þótt ofsótti sveinninn frá
Betlehem yrði um síðir nappaður og hengdur á tré sem óbótamaður,
öllum Heródesum mannkynsins til mikils fagnaðar, þá urðu enda-
lok þessara sagna venjulegast á þá leið, að hinu ofsótta ungbarni
tókst að standa yfir höfuðsvörðum hins siðspillta ofsækjara og
setjast á veldisstólinn við fagnaðarhyllingu þrautpíndrar þjóðar.
Otrúlegt er það, að óprentuð bók á íslandi geti orðið fyrir því-
líkum ofsóknum af hendi þeirra, er sjálft ríkisvaldið felur forustu
í menningarmálum, að mest minni á þessar þjóðsagnir úr grárri
forneskju um ofsóknir gegn ófæddum konungssonum. En svona er
það nú samt. Aðgangurinn um þessa bók, áður en hún birtist, og
árásirnar á höfund hennar hljóma eins og hreinasta skröksaga, sem
margra alda þjóðtrú hefur farið höndum um. Allur gangur málsins
um undirbúning þessarar útgáfu virðist vera svo látlaus og eðli-
legur sem hugsazt getur. Til er bókmenntafélag á íslandi, sem telur
um sex þúsundir félagsmanna. Það er fjölmennasta bókmennta-
félagið, sem nokkru sinni hefur stofnsett verið á íslenzkri grund,
hver bók, sem frá útgáfu þess kemur, er lesin af hverjum þeim
Islendingi, sem nokkurn áhuga hefur fyrir góðum bókmenntum
og hæfileika til að meta þær. Mesti fræðimaður þessarar aldar í ís-
lenzkri bókmennta- og menningarsögu gerir samning við þetta félag
um ritstjórn á ritsafni um „Arf íslendinga", er hann nefnir svo.
Það er rit, sem á inni að halda sögu íslendinga frá fyrstu tímum
til hinna síðustu, efnahagslega, félagslega og menningarlega sögu
þeirra, lýsingu á landi, lífsskilyrðum og lífskjörum í þúsund ár.
Margir sérfræðingar höfðu lofað að leggja hönd á plóginn við
samningu þessa rits, sem átti að vera hið glæsilegasta, sem þjóðin
nokkru sinni hafði eignazt um sjálfa sig og landið sitt. Mikinn
hluta þessa rits ætlaði ritstjórinn sjálfur að semja, snjallasti sér-
fræðingurinn í bókmenntasögu þjóðarinnar ætlaði að skrifa menn-
ingarsögu hennar, og það var gert heyrum kunnugt, að mikill hluti