Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 18
128 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR höfðu þekkzt. Það var andlegur gashernaður í allri sinni nekt. Það er nauðvörn grimmra hernaðaraðila, sem gripið er til í skyni úr- slitasóknar, þegar hyldýpi úrslitaósigurs bíður framundan, eyða öllu lífi, skilja allt eftir í fullkominni örtröð algers dauða. I stað sprengjuhríðar á hernaðarstöðvar stéttarlegra andstæðinga, þá er nú eitruðu gasi ausið yfir kennarastól íslenzkra fræða við háskóla þjóðarinnar, sem stofnsettur var á 100 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar, til að vaka yfir menningaranda hans og menningararfi þeim, sem hann háfði eftir skilið þjóð sinni til handa. Forstöðumaður þess stólsins, er signdur hafði verið menningarsögu þjóðarinnar, maðurinn, sem varið hafði öllum sínum kröftum til að rannsaka og kynna þjóðinni menningarsögu sína og það á listrænni og áhrifa- meiri hátt en nokkur annar hafði áður leikið, er ataður óhróðri, hver svívirðingargreinin rak aðra, það er „sannað“, að hann hafi aldrei verið nokkur maður til að gegna starfi sínu, frá því á skóla- árum hafði hann alið götustrákamenningu og fyrirlitningu á hug- sjónum við hjarta sér. Síðasta loftárásin var gerð 21. júní 1942. Þá dembir J. J. yfir hann 6 metra langri skammargrein, þar sem hann færir sönnur á það, að prófessorinn í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands „kann ekki að skrifa“. „Hann átti að vera rithöf- undur í íslenzkri bókmenntasögu, en þar er uppskeran tæpast sýni- leg“. Hann hafði tekið að sér að verja „trúna á ljótleikann“. Og J. J. er svo öruggur um, að meira þurfi prófessorinn ekki af svona kraft- miklum inntökum, að 6 metra grein sína kallai hann „Raunaleg herferðarlok“. Það eru lok menningarlegrar herferðar Sigurðar Nordals, „sem hefur sviðið vængi æskuhugsjónanna í brunarústum sjúkrar, persónulegrar eigingirni“. Stríðinu var lokið, friðarsamn- ingar óþarfir, óvinurinn var hniginn í valinn og átti aldrei framar afturkvæmt. Margir Islendingar kannast við Tólfsonakvæðið. Það er konung- ur, sem svo hafði verið spáð fyrir, að hann myndi lifa og ríkja, þar til sonur hans stæði andspænis honum frammi fyrir hásæti hans. Svo sem sjálfsagt var, þá gaf þessi konungur út fyrirskipan þess efnis, að synir hans skyldu myrtir jafnharðan og þeir fæddust í þennan heim, svo að hann mætti ríkja að eilífu. En móðureðli náttúrunnar er alltaf líkt sjálfu sér til óstjórnlegrar og óyfirstígan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.