Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 22
132
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þótt venjulega væru þær að ýmsu læsilegri, auðveldara að ná þar
sambandi við lifandi persónu, sem uppbygging gat verið að kynnast.
Skýringar þessa lifleysis í sagnvísindum borgaralegrar menn-
ingar mun vart vera að leita annars staðar en í þeirri staðreynd,
hve henni stóð djúpstæður stuggur, þótt óljós væri, af að fást við
söguleg lögmál þjóðfélagsfræðinnar, það var tilfinning hennar fyrir
því, að í bvert sinn, er skyggnzt var til þjóðfélagslegra skýringa á
persónum og atburðum liðinna tíma, þá var verið að svipta þeirri
hulu af félagslegri þróun mannkynsins, sem hindraði framfaraöfl
hvers tíma í að átta sig á lögmálum þessarar þróunar, skj'ldu mann-
kynsins við þau lögmál og hin sérstöku verkefni, er þau lögðu
hverri kynslóð á herðar.
A síðustu áratugum, eftir að vitandi og óvitandi uppreist gegn
núverandi skipulagi félagsmálanna og þeirrar menningar, er það
styðst við, var farin að ná til menntaðra og andríkra borgara, þá
var sagnritunin farin að taka miklum breytingum, að því er ævi-
sögur einstaklinga snerti. Fram á svið bókmenntanna hafa komið
ævisögur þannig ritaðar, að þær hafa varpað ljósi orsaka og af-
leiðinga á lífsferil einstaklingsins, örlög hans hafa verið rannsökuð
sem ljósbrot þeirra strauma og hræringa, sem liðu um samtíð hans.
áttu rót sína í nálægari eða fjarlægari fortíð og voru nærð af at-
vinnulegum þróunarskrefum þess tíma. Á þennan hátt breyttust ævi-
sögurnar frá því að vera þurrar og mörgum sinnum ein þrautleiðin-
legasta grein allra bókmennta í það að verða ein Ijúflestnasta og
listríkasta þeirra allra, fjölhliða mynd af heilu tímabili, með drama-
tiskri stígandi og hrynjandi um lífeinnar persónu, örlagaþættir heilla
kynslóða voru látnir stafa út frá einum brennipunkti í lífi þess ein-
staklings, sem örlögin höfðu ákvarðað sem fulltrúa sinnar kynslóð-
ar eða ákveðinna einkunna hennar. Höfundar þessara ævisagna hafa
margir hverjir orðið ástsælustu rithöfundar þessara tíma. Þessar
ævisögur setja ímyndunarafl hugnæms lesanda í óvenjulega öra og
hugðnæma hreyfingu, opna honum nýja heima, gæða hann nýjum
skilningi á samtíð söguhetjunnar og örlögum hennar og opna hon-
um um leið ný útsýni yfir eðli þeirrar sögu, sem er saga alls mann-
kynsins. En þær geta líka espað hann til andstöðu gegn djörfum
og óvæntum ályktunum, aflað huga lians nýrra viðfangsefna og