Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 24
134 TÍMAUIT MÁLS OG MENNINGAR en ber þó enn einteymda útþrána í brjósti sér. Hann er fulltrúi tíniamóta, sem gera upp reikninginn við guði feðra sinna, um leið og nýir guðir eru að þokast inn í þjóðarsálina í krafti nýrra lífs- viðhorfa. Hjá honum nemur Nordal staðar, ekki til að sálgreina hann sem sjálfstætt fyrirbæri, heldur „til þess að njóta útsýnis á tvo vegu“. Gissur jarl Þorvaldsson er líka „sérkennilegur fulltrúi samtíðar sinnar. Styrkur hennar og veikleiki eru varla eins fléttaðir saman í neinum öðrum manni. Undir athæfi hans er fólgin önnur saga, — hálf saga þeirrar aldar, sem bjó Islendingum í senn einna slysalegust örlög og ágætust“. — Snorri Sturluson er vart nefndur á nafn í sögu Sturlungaaldarinnar, hans er fyrst og fremst getið á víð og dreif sem heimildarmanns um sögu konunga og sögu skáld- skapar og kvæðaforma. Frægð hans og snilli sem rithöfundar og skrásetjara gefur honum engan rétt til að setjast við hlið Sturlu Sighvatssonar, Þórðar kakala og Gissurs Þorvaldssonar, þegar rak- inn er lokaþátturinn um endalok þjóðveldisins á íslandi. Þannig mætli lengi telja. Þó fer svo, að íslendingar liafa aldrei fyrri eignazt sögu sína, þar sem einstaklingarnir hafa komið jafnskýrt fram á sjónarsviðið. Og orsök þessa er sú, að einstaklingurinn hefur aldrei fyrri verið leiddur fram í slíku órofasambandi við fortíð sína og samtíð, sem hluti hennar og fulltrúi ákveðinna eðlisþátta. III NÝR SAGNFRÆÐISKILNINGUR I höndum prófessors Nordals er forsaga þjóðsögunnar ekki haf- villur Naðodds og Garðars eða horfellir Hrafnaflóka. Því að í hans höndum verður sagan ekki röð atburða þeirra, er gerzt hafa á Is- landi síðan það byggðist, rit hans er ekki saga íslenzku þjóðarinnar í þeim takmarkaða skilningi, að það sé registur yfir mest áberandi menn hennar og hátt gnæfandi atburði í lífi hennar. Þetta er saga íslenzkrar menningar, þ. e. saga þess, hvernig þjóðin sem heild hefur þróazt, og sálfræðilegar, efnahagslegar og félagslegar skýr- ingar þeirrar þróunar. Forsaga þessarar sögu teygir sig því svo langt sem skyggnzt verður inn í rökkurmóðu liðinna tíma, um sögu allra þeirra þjóðarbrota, er hingað fluttu og hlönduðu hér hlóði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.