Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 24
134
TÍMAUIT MÁLS OG MENNINGAR
en ber þó enn einteymda útþrána í brjósti sér. Hann er fulltrúi
tíniamóta, sem gera upp reikninginn við guði feðra sinna, um leið
og nýir guðir eru að þokast inn í þjóðarsálina í krafti nýrra lífs-
viðhorfa. Hjá honum nemur Nordal staðar, ekki til að sálgreina
hann sem sjálfstætt fyrirbæri, heldur „til þess að njóta útsýnis á
tvo vegu“. Gissur jarl Þorvaldsson er líka „sérkennilegur fulltrúi
samtíðar sinnar. Styrkur hennar og veikleiki eru varla eins fléttaðir
saman í neinum öðrum manni. Undir athæfi hans er fólgin önnur
saga, — hálf saga þeirrar aldar, sem bjó Islendingum í senn einna
slysalegust örlög og ágætust“. — Snorri Sturluson er vart nefndur
á nafn í sögu Sturlungaaldarinnar, hans er fyrst og fremst getið á
víð og dreif sem heimildarmanns um sögu konunga og sögu skáld-
skapar og kvæðaforma. Frægð hans og snilli sem rithöfundar og
skrásetjara gefur honum engan rétt til að setjast við hlið Sturlu
Sighvatssonar, Þórðar kakala og Gissurs Þorvaldssonar, þegar rak-
inn er lokaþátturinn um endalok þjóðveldisins á íslandi. Þannig
mætli lengi telja. Þó fer svo, að íslendingar liafa aldrei fyrri eignazt
sögu sína, þar sem einstaklingarnir hafa komið jafnskýrt fram á
sjónarsviðið. Og orsök þessa er sú, að einstaklingurinn hefur aldrei
fyrri verið leiddur fram í slíku órofasambandi við fortíð sína og
samtíð, sem hluti hennar og fulltrúi ákveðinna eðlisþátta.
III
NÝR SAGNFRÆÐISKILNINGUR
I höndum prófessors Nordals er forsaga þjóðsögunnar ekki haf-
villur Naðodds og Garðars eða horfellir Hrafnaflóka. Því að í hans
höndum verður sagan ekki röð atburða þeirra, er gerzt hafa á Is-
landi síðan það byggðist, rit hans er ekki saga íslenzku þjóðarinnar
í þeim takmarkaða skilningi, að það sé registur yfir mest áberandi
menn hennar og hátt gnæfandi atburði í lífi hennar. Þetta er saga
íslenzkrar menningar, þ. e. saga þess, hvernig þjóðin sem heild
hefur þróazt, og sálfræðilegar, efnahagslegar og félagslegar skýr-
ingar þeirrar þróunar. Forsaga þessarar sögu teygir sig því svo
langt sem skyggnzt verður inn í rökkurmóðu liðinna tíma, um sögu
allra þeirra þjóðarbrota, er hingað fluttu og hlönduðu hér hlóði