Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 26
136
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
það tvennt, að tryggja sér og afkomendum sínum völdin og gefa
öðrum þó þá ldutdeild til jafnvægis, að trygging væri fyrir því
fengin, að þeir mættu í friði sitja að þessum völdum sínum.
Alla þjóðfélagslega stórviðburði rekur Nordal til hinna sömu
róta, ástands þess, er ríkti á hverjum tíma um valdahlutföll hinna
ráðandi í þjóðfélaginu. Skýrasta dæmi þess, hve Nordal tekur fræði
sín öðrum tökum en aðrir sagnfræðingar þjóðarinnar, fáum vér,
er vér berum saman skýringu hans á friði friðaraldarinnar svo-
nefndu og skýringu þá, er Jón biskup Helgason setur fram í kirkju-
sögu sinni. Biskupinn telur friðsæld tímabilsins eiga rætur sínar í
áhrifum kristinnar kirkju, sem samkvæmt hans skoðun hefði þá
átt að fara stórum dvínandi, er frá leið og Sturlungaöldin nálgaðist.
Skýringin er í liæsta máta hagræn út frá andlegum þörfum ráðandi
stétlar, hún átti að vera öllum friðelskandi sálum örvun til stuðn-
ings við kristilega kirkju til að efla friðinn í landinu. En Nordal
leitar dýpri skýringa á málinu, hann finnur orsakir friðarins í jafn-
vægisástandi innan höfðingjaveldis þess tímabils, meðan enn voru
ekki farin að raskast þau jafnvægishlutföll, er frumkvöðlar þessa
veldis lögðu grundvöllinn að með stofnun Alþingis og smám sam-
an hafði færzt til fastara og öruggara forms í gegnum óeirðir sögu-
aldarinnar, sem var bernskuskeið þessa skipulags. Þegar jafnvægi
þetta raskast, færast friðarskilyrðin úr skorðum, það er undanfari
Sturlungaaldarinnar, óviðkomandi því, hvort guðsorði kirkjunnar
gekk betur eða verr að pota sér inn í sálir mannanna. Með miklum
rétti mætti sjálfsagt halda því fram, að með vaxandi veldi kirkj-
unnar á friðaröldinni hafi lifnað ein spíra þeirrar jafnvægisrösk-
unar, er svo örlagarík varð fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, með því
öðlaðist kirkjan hæfni til að verða einn af veigamestu og örlaga-
ríkustu þátttakendunum í hinni bölvænu valdastreitu þeirra tíma.
Idin yfirborðskennda skýring hinnar borgaralegu sagnritunar
um vonda menn og góða, kristileg áhrif og dvínandi guðstrú, sem
úrslitaöfl á örlagastundum, er í raun og veru búin að missa sín
áhrif á hugi manna, hún er ein þeirra efna, sem rennur inn um
annað eyrað og jafnharðan út um hitt. Þó hefur ekki verið gefizt
upp við hana. Og í sambandi við skýringar á atburðum samtíðar-
innar er hún enn notuð með eigi litlum árangri. Auðstéttinni ís-