Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 30
140 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kynnt umheirainum þjóð sína og sögu hennar á þann hátt, að eftir verði tekið, og loks snýst höfuðtilgangur verksins í þá átt að kynna þjóðinni sjálfri sína eigin sögu, upphaf sitt, meginþætti örlaga sinna, hvers eðlis þeir eru, hvernig spunnir og saman tvinnaðir. Og bak við þessa kynningu liggur sá reginmarkaði tilgangur, að þjóðin nái sterkari tökum á viðfangsefnum sínum, verði hæfari til dáðríks lífs og hamingjusamra lífdaga. Það er siðferðileg hugsjón, sem kveikir verkinu líf, hrindir því af stað og knýr það áfram, frá upphafi stefnir það að siðferðilegu marki. Og þó er merkilegasta taug þessa merkilega þáttar enn órakin. Það er hið persónulega við verkið, sem hvorki snertir kynningu þjóðarinnar umheiminum né skilning hennar sjálfrar á sögu sinni og eðli örlaga sinna. Einhvers staðar hef ég séð það haft eftir stór- skáldinu franska, Anatole France, að þegar rithöfundur skrifi um bók, þá sé hann ekki að skrifa um bókina, heldur sé hann að skrifa um sjálfan sig í tilefni af bókinni. Því eigi einn ritdómari ekki að segja: Nú ætla ég að skrifa um þetta leikrit eftir Ibsen, heldur ætti hann að segja blátt áfram: Nú ætla ég að skrifa um sjálfan mig í tilefni af þessu leikriti eftir Ibsen. Þessi ummæli duttu mér í hug, er ég las Islenzka menningu eftir Sigurð Nordal. Þegar Nordal skrifar þá bók, þá er hann að skrifa um sjálfan sig í tilefni af íslenzkri menningu, og hvað sem hver segir, þá er það það atriðið, sem þryngir ritið kjarnmestum safa sínum. Einn af mestu andans mönnum þjóðarinnar öðlast ekki nokkurn frið í sálu sinni á einum mesta upplausnar- og örlagatíma þjóðarinnar fyrir ásækinni spurn um sín eigin örlög, uppruna sinn og lífstakmark. Þetta er barn hinna glöðu og áhyggjulausu alda- mótaára, þegar lífið er tiltölulega óbrotið en fjölbrotið þó í fyrir- heitum sínum um dýpt lífsnautna og auð lífstakmarka hverjum þeim, er hæfileika hafði til að njóta þeirra verkefna, er lífið bauð. Þá blasir það við sem framtíðartakmark að opinbera umheimi hið sérkennilega og stórslegna, sem birtist í þjóðlífi íslendinga, þótt þaðan hafi ekki runnið nein kúgunarstefna, sem lagt hefur undir sig mikinn hluta heimsins og komizt fyrir vikið inn á sagnaspjöldin, sem á eru skráðir kúgunar- og morðaannálar mannkynsins. Þessi saga hefði orðið merkileg. en þó ekkert á horð við þá sögu, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.