Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 31
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
141
hlýtur eldvígslu sína eftir að hin glaða, bjarta og göfuga lífsskoS-
un aldamótaáranna er sokkin í hyldýpi þeirrar eySingar, sem fylg-
ir heimsstyrjöld meS fullkomnustu morStækjum mannkynssögunn-
ar og félagslegum þróunarferli til nýrrar og fullkomnari múgmorSs-
styrjaldar. Á örskömmum tíma hrynur hin hugmyndalega, félags-
lega og siSferSilega undirstaSa, sem björt og glæsileg framtíS
hafSi veriS reist á. Þá stendur liinn hugmyndafrjóvi og starfs-
þrungni vísindamaSur í blóma aldurs síns, of viSamikill til aS
svigna fyrir straumi tímans og fljóta meS honurn út á haf áhyggju-
og hirSulausra lífdaga í skjóli öruggrar afkomu í virSulegu em-
bætti, of rótgróinn í hugmyndaheimi takmarkaauSugs lífs til aS
fljóta umsvifalaust út í tilgangsleysiS. Og spurningin vaknar: Hver
er ég? Hver eru örlög mín? HvaSa takmark hefur tilkomu minni
í þennan heim veriS sett? Er ég aSeins tilgangslaus tilviljun um
hálft augnablik eilífSarinnar? ÞaS er spurningin um lífsgátuna, sem
verSur æ aSgangsfrekari í lífi hans, hann spyrnir viS broddunum
gegn þeim boSskap timans, aS lífiS sé endalaus slyrjöld milli barna
þess upp á líf og dauSa, sjálfur mannsandinn í allri sinni dýrS
ekki tilgangsríkari en þreifiarmur á kolkrabbakvikindi. Nordal leit-
ar fótfestu í leitinni aS sjálfum sér, örlögum sínum og lífstakmarki,
hann leitar hennar í Lífi og dauSa, finnur þar ekkert öruggt, aSeins
hugsanlega möguleika, sem gætu þó gefiS lífinu siSrænt takmark
í krafti blekkingar um væntanlegt ferSalag, sem aldrei yrSi þó fariS.
Og á sömu stundu fellur þessi glíma hans viS eigin lífsgátu í eitt
viS þaS höfuStakmark, sem hann hafSi áSur fundiS, aS kanna
sögu þjóSarinnar til aS uppljúka þar verSmætum, er JjjóSinni
mætti aS gagni koma í einangran hennar. Nú bætist þaS viS, aS
einnig Jiarfnast hún verSmæta til varnar gegn yfirvofandi upp-
lausnarhættum. Jafnvel þótt tilgangsleysi grimmra og siSIausra ör-
laga virSist gleypa líf einstaklingsins á yfirstandandi og yfirvofandi
ógnartímum, þá er þaS saga þessarar JjjóSar, sem hefur slefnt aS
sínu marki og náS ákveSnu marki í hálfu meiri vesaldómi, viS
hálfu meiri kúgun en nútíminn hefur fram aS bjóSa, hefur fram-
leitt verSmæti, sem standa ofar öllu því, sem mælt verSur í metr-
um, lítrum eSa ávísunum á málmhlúnka, sem eru máske ekki til.
ÞaS er leitin aS lífsgátunni, sem tekur höndum saman viS ástina