Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 32
142 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á þjóðlegum verðinætum og nautn fræðimannsins að kanna stigu liðinnar sögu. Og þrátt fyrir óvefengjanlega guðsbarnahæfileika Nordals, þá fer það svo, að íslendingurinn í honum er fengsælli. í leitinni að örlögum þjóðar sinnar í gegnum sögu hennar finnur hann það, sem hann hafði ekki fundið hjá guði, í miskunnarlausri haráttu við viðfangsefnið hefur hann fundið upphaf sín sjálfs og örlög, í milljónahópi þjóðar sinnar, lífs, liðinna og ófæddra, er hann á sínum stað í tilverunni. Það er þessi harátta og þessi reynsla. sem fyrst og fremst gefur riti hans þann hluta gildis síns, sem óviðjafnanlegur er í bókmenntum þjóðarinnar. VI EFTIRMÆLI Undanfarið hefur saga þessarar þjóðar, sem og saga gervalls mannkyns, verið skráð á þann veg, að hlutverk hverrar nýrrar sagn- fræðikynslóðar hefur verið það eitt að- bæta inn í hana nýjum fróðleiksmolum og leiðrétta einhverja smáskekkju í árfærslu eða ættfærslu. Þessi saga Nordals er ný frá grunni og nýjust fyrir það, að hún er rituð með siðferðilegt takmark fyrir augum. Hún er að- eins skrifuð fvrir núlifandi kynslóð, hún er skrifuð út frá þörfum hennar einnar saman. Með nýjum kynslóðum koma nýjar þarfir, sem heimta nýja sögu á nýjum grunni siðrænna krafa, og þar kem- ur saga Nordals í góðar þarfir sem efniviður og vegvísir um sið- ræna alvörugefni. En hverjar sem þær verða kröfur þær, sem ástand seinni alda gerir til sagnaritara sinna, þá get ég hugsað mér, að á einhverri blaðsíðu íslenzkrar menningar einhverrar ókominnar aldar muni að líta eitthvað á þessa leið: Sigurður Nordal prófessor var glæsilegasti fulltrúi sinnar sam- tíðar, þessara stórkostlegu tímamóta, þegar fyrri tíma menning er að leysast upp og grotna niður í hamsleysi hagsmuna- og stétta- mótsetninganna á efstu árum liins kapitalska skipulags. Hann er fulltrúi þess hluta borgarakynslóðarinnar, sem lifði menningar- hrunið og hóf sig upp úr því. Meðan borgaraskipulagið sjálft eng- ist í dauðateygjum, þá hefur hinn borgaralegi andi sig til flugs með meiri glæsileika en hann hafði nokkru sinni áður náð í sagnfræði-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.