Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 32
142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
á þjóðlegum verðinætum og nautn fræðimannsins að kanna stigu
liðinnar sögu. Og þrátt fyrir óvefengjanlega guðsbarnahæfileika
Nordals, þá fer það svo, að íslendingurinn í honum er fengsælli.
í leitinni að örlögum þjóðar sinnar í gegnum sögu hennar finnur
hann það, sem hann hafði ekki fundið hjá guði, í miskunnarlausri
haráttu við viðfangsefnið hefur hann fundið upphaf sín sjálfs og
örlög, í milljónahópi þjóðar sinnar, lífs, liðinna og ófæddra, er hann
á sínum stað í tilverunni. Það er þessi harátta og þessi reynsla.
sem fyrst og fremst gefur riti hans þann hluta gildis síns, sem
óviðjafnanlegur er í bókmenntum þjóðarinnar.
VI
EFTIRMÆLI
Undanfarið hefur saga þessarar þjóðar, sem og saga gervalls
mannkyns, verið skráð á þann veg, að hlutverk hverrar nýrrar sagn-
fræðikynslóðar hefur verið það eitt að- bæta inn í hana nýjum
fróðleiksmolum og leiðrétta einhverja smáskekkju í árfærslu eða
ættfærslu. Þessi saga Nordals er ný frá grunni og nýjust fyrir það,
að hún er rituð með siðferðilegt takmark fyrir augum. Hún er að-
eins skrifuð fvrir núlifandi kynslóð, hún er skrifuð út frá þörfum
hennar einnar saman. Með nýjum kynslóðum koma nýjar þarfir,
sem heimta nýja sögu á nýjum grunni siðrænna krafa, og þar kem-
ur saga Nordals í góðar þarfir sem efniviður og vegvísir um sið-
ræna alvörugefni. En hverjar sem þær verða kröfur þær, sem ástand
seinni alda gerir til sagnaritara sinna, þá get ég hugsað mér, að
á einhverri blaðsíðu íslenzkrar menningar einhverrar ókominnar
aldar muni að líta eitthvað á þessa leið:
Sigurður Nordal prófessor var glæsilegasti fulltrúi sinnar sam-
tíðar, þessara stórkostlegu tímamóta, þegar fyrri tíma menning er
að leysast upp og grotna niður í hamsleysi hagsmuna- og stétta-
mótsetninganna á efstu árum liins kapitalska skipulags. Hann er
fulltrúi þess hluta borgarakynslóðarinnar, sem lifði menningar-
hrunið og hóf sig upp úr því. Meðan borgaraskipulagið sjálft eng-
ist í dauðateygjum, þá hefur hinn borgaralegi andi sig til flugs með
meiri glæsileika en hann hafði nokkru sinni áður náð í sagnfræði-