Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 42
152
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
atriði milli Dana og íslendinga sem þjóða eða ríkja, og þannig í
sjálfu sér óvarðandi sambandslagasáttmálann frá 1918. Aldinborg-
arættin fór ekki með konungdóm yfir Islendingum samkvæmt samn-
ingi við neinn, heldur var þetta í eðlisatriðum dulrænt vald, byggt
á guðfræðilegum rökum samkvæmt lífsskoðun miðaldanna, þannig
að við hlutum annaðhvort að játast því með trúarlegum hætti elleg-
ar afneita því. Hið dulfræðilega, háspekilega eðli þessa embættis
er skýrt og ótvírætt tekið fram í titli konungs: Kristján (eða Frið-
rik) „a/ Guðs náð konungur íslands og Danmerkur, Vinda og
Gauta,“ o. s. frv.
Danskur konungdómur yfir íslendingum var hefð, sem byggðist
að vísu á sagnfræðilegum forsendum, en var hinsvegar búin að
missa allt raunhlítt inntak og varla orðinn nema nafnið tómt. Ég
nefndi kirkjuna sem hliðstætt dæmi. Ég lét í ljós það álit, að á
friðartímum og að óbreyttu þjóðfélagsástandi, meðan ekkert sér-
stakt ytratilefni gafst, væri okkur Islendingum vafasamur ábati,
enda þótt sambandslagasamningunum væri sagt upp, að fara að
hrófla við þessum gamla, dauða og tiltölulega saklausa bókstaf, og
naumast aðkallandi að fara að reisa upp úr þurru hreyfingu innan-
lands, sem hefði afhrópun Aldinborgarættarinnar að takmarki.
Hinsvegar setti ég hugleiðingum mínum mjög greinilega þann var-
nagla, að kynni svo að fara, sem eins gat orðið þá á næstunni, að
Island og Danmörk yrðu í stríði hertekin sitt af hvoru stórveldi,
þá horfði málið öðruvísi við: þarmeð hlaut hinn danski Aldinborg-
ari að vera sviftur aðstöðu til að rækja embætti sitt sem íslenzkur
þjóðhöfðingi; og um leið var gefið það ytratilefni, sem til þurfti
að losa íslendinga þegjandi og hljóðalaust við þessa sagnfræðilegu,
en óneitanlega dálítið óeðlilegu stofnun, Aldinborgarhúsið sem
formlegan handhafa æðstavalds hér innanlands.
Við íslendingar stofnuðum til vináttu við dönsku þjóðina á tíma-
bilinu milli 1918 og 1940, vináttu sem ekki var aðeins byggð á
samningum milli ríkjanna, heldur fyrst og fremst á góðum vilja
tveggja jafnráðra aðilja til að gera kapítulaskipti í sambúð sinni.
í rauninni skildum við aldrei fyrr en á þessum árum, að við höfð-
um enga ástæðu né snefil af rétti til að bera óvildarhug til dönsku
þjóðarinnar, og að það var mjög að ósekju, ef vér höfðum stund-