Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 47
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
157
einhverja aðra Evrópuþjóð um svipuð réttindi til heimagangs og
við nutum áður í Danmörku og enn áður í Noregi; en hverja?
Mundi Noregur fullnægja þörfum okkar? Mundum við sigla þangað
með jafnmikilli ánægju og við áður sigldum til Kaupmannahafnar,
þrátt fyrir allt, sem á milli bar við Dani? Eða ættum við að leita
til Svía? Svíar eru án efa þjóð mjög vel að sér ger um marga hluti,
en vér þekkjum þá þjóð því miður mjög lítið og þeir oss, sem bezt
kom fram þegar þeir fóru að gefa út íslenzk rit á árunum og nefndu
þau „gauzkar bókmenntir“; höfum aldrei átt nein teljandi viðskipti
við þá þjóð. Og hvað Finna áhrærir, sem eru sennilega bezt af guði
gefnir allra Norðurlandaþjóða, þá lield ég ekki að þeir séu menn-
irnir, og hinar hvatvíslegu, ofsalegu frændskaparyfirlýsingar okkar
í þeirra garð hér um árið hafi að minnsta kosti verið jafn smekk-
litlar eins og þær voru ótímabærar, þegar þær komu fram. Má vera
við ættum í framtíðinni að leita samninga um heimagangsrétt fyrir
íslenzkan almenning, námsmenn og utanferðafólk í Þýzkalandi og
Bretlandi, ég tala nú ekki um ef demókratiskara þjóðfélagsform
skyldi komast á í þessum tveim ríkjum að stríði því loknu, sem nú
er háð, og löndin þarmeð verða hæfari dvalarstaður Islendingum.
En þótt vér gerum ekki samning um gagnkvæm þegnréttindi við
Danmörku eftir að þessi er útrunninn, fer því fjarri að við „getum
slitið sambandinu án þess að tala við Dani“. Þótt við skiljum við
Dani, eigum við óhemju margt vantalað við þá. Og það er erfitt
að skilja þá menn, sem álíta það einhverja verðung að semja við
jafn ágæta þjóð. Þrátt fyrir þær ófögru sambúðarvenjur, sem við
áttum að venjast af sérstökum dönskum aðiljum fyrr á tímum, skuld-
um vér engum fremur en því Danaríki sem nú er, og þó umfram
allt dönsku þjóðinni, þá sjálfsögðu kurteisi, sem er grundvöllur
allra viðskipta milli sæmilegra manna. Hinsvegar þurfum við ekki
að semja við hana um það, sem er okkar sjálfsagði réttur, að stofna
hér lýðveldi.
Eitt sem þessi tvö ríki verða að semja um sín á milli eru ráð-
stafanir vegna hartnær þúsund íslendinga, sem dveljast í Dan-
mörku, og nokkur hundruð Dana, sem hér dveljast, manna, sem
hingað til hafa notið gagnkvæmra ríkisborgararéttinda hverir í
landi hinna.